Ragnar Árnason, prófessor emeritus, var einn af ræðumönnum fundar Félags Sjálfstæðismanna um fullveldismál sem haldinn var í Valhöll s.l. sunnudag. Þar gerði Ragnar sjálfstæða úttekt á stöðu ESB í samanburði við Ísland svo betur sé hægt að átta sig á umræðunni um valkosti Íslands í nánustu framtíð. Yfirskrift fundarins var: Hvar á Ísland heima?

Slakur efnahagsárangur ESB miðað við Ísland
Ragnar Árnason byrjaði á því að leggja upp nokkrar efnahagslegar staðreyndir um ESB og bar saman við staðreyndir um Ísland. Tók hann fyrir þau rök sem ESB-sinnar halda gjarnan fram eins og ESB sé efnahagslega í fremstu röð ríkja heims, að evran sé sterk og góð mynt borið saman við íslensku krónuna og að vextir á Íslandi muni lækka. Ekkert af þessum fullyrðingum byggjast á staðreyndum eins og Ragnar gerði grein fyrir með tölulegum upplýsingum.

Ísland 24% hærra en ESB og 19% hærra en Evrulönd. Ísland stendur sig vel án ESB og hlýtur því að vera að gera eitthvað betur en ESB. Ef Ísland gengur inn í ESB eru líkur á að Ísland dragist niður í meðaltal ESB.

Munur upp á 0.57% = 5.7% eftir 10 ár; 12% eftir 20 ár; 31% eftir 50 ár.
Ragnar minntist á skýrslu Mario Draghi en þar kemur fram, hvernig ESB er að dragast efnahagslega aftur úr USA og Kína og raunar flestum öðrum iðnvæddum löndum heims. Varar Draghi við því að aðildarríki ESB verði fátækari, ójafnari og óöruggari nema farið verði umsvifalaust í róttækar aðgerðir sem ekkert bólar á enn þá.
Rangt að evran sé sérlega góður gjaldmiðill
Það er rangt að halda því fram að evran sé sérlega góður gjaldmiðill. Íslenska krónan hefur hvorki reynst veikari eða óstöðugri en evran frá 2000 að frátöldu tímabili fjármálakreppunnar 2008-9. Á tímabilinu 2010-24 hefur ISK reynst sterkari og ekki umtalsvert óstöðugri en evran. Á tímabilinu 2010-24 hefur ISK reynst miklu sterkari og stöðugri en sænska og norska krónan. Aðrar myntir eins og bandaríkjadalur og svissneski frankinn virðast sterkari en evran.

Ýkjur að evra sé miklu betri gjaldmiðill en íslenska krónan

Aðild að ESB tryggir ekki lægri vexti
Að sögn Ragnars rekur Seðlabanki Íslands óvenju aðhaldssama peningastefnu. Af myndinni að neðan má ráða að raunvextir vestrænu iðnríkjanna hafa á tímabilinu frá 2000 að jafnaði verið miklu lægri en á Íslandi og neikvæðir að jafnaði. Samt er verðbólga þar miklu minni en á Íslandi. Af því má draga þá ályktun að ekki sé náið samband milli raunvaxta og verðbólgu þótt SÍ gefi það iðulega í skyn.

Óraunhæft að Ísland geti fljótlega tekið upp evru við inngöngu
Aðildarlönd ESB eru nú 27 talsins. Í upphafi ESB, árið 1958 (en þá var bandalagið kallað European Economic Community, EEC) voru aðildarlöndin sex talsins (Belgía, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Luxemborg og Belgía). Árið 1973 bættust þrjú lönd í hópinn (Bretland, Danmörk og Írland. Á níunda áratugnum bættust Grikkland (1981) og Portúgal og Spánn (1986) við og síðan koll af kolli til dagsins í dag er fullgild aðiladarlönd eru orðin 27 (sjá töflu 5.1).
Aðeins 20 aðildarríki ESB hafa tekið upp evru. Danmörk og Svíþjóð hafa hafnað að gera það. Hin fimm löndin eru sögð vera í aðlögunarferli að upptöku evru. Sú aðlögun krefst nægilegs stöðugleika í verðlagi (verðbólga ekki yfir 1.5% umfram þau aðildarlönd evru sem minnsta verðbólgu hafa), nægilega aðhaldssams opinbers rekstrar (halli má ekki vera yfir 3% af VLF),nægilegs gengisstöðugleika miðað við evru og að langtímavextir séu ekki nema 2% hærri en það sem lægst er í aðildarlöndum evrunnar.
Biðtími þeirra landa sem orðið hafa aðilar að ESB eftir 1999 (er evrunni var hleypt af stokkunum skv. Maastrict sáttmálanum frá 1993) eftir því að taka upp evru hefur reynst nokkuð langur. Frá 1999 hafa 13 lönd gerst aðilar að ESB. Átta þeirra hafa tekið upp evru. Meðalbiðtími þeirra reyndist að jafnaði 6,6 ár. Fimm hafa enn ekki mætt skilyrðum þess að taka upp evru. Meðalbiðtími þeirra er nú þegar orðinn liðlega 16 ár og lengist með hverju árinu.