„Miðaðu hérna“ – Vinstri ungliðar hvetja til dráps á leiðtoga Valkosts fyrir Þýskaland

Hvað er í gangi hjá ungliðahreyfingu Vinstri flokksins í Hannover? Þetta er ekki fyrsta ofbeldisfulla myndin sem þessi hópur framleiðir. Talið er að límmiði með skotmarki á mynd af Alice Weidel, leiðtoga Valkosts fyrir Þýskaland, AfD, hafi verið dreift af ungliðum Vinstri flokksins í Hannover í Þýskalandi. Þýska lögreglan rannsakar núna hverjir dreifðu límmiðanum, sem einnig inniheldur textann „Miðaðu hérna.“

Thorsten Weiß, varaformaður þingflokks AfD í Berlín skrifaði:

„Þessum límmiða var dreift af ungmennasamtökum Vinstri manna í Hannover. Þetta er ekki bara hvatning til ofbeldis, heldur hvatning til árása í anda vinstri hryðjuverkasamtakanna Antifa. Róttæka vinstri hreyfingin er komin á vegs enda.“

Límmiðann hvetur opinberlega til morðs á Weidel. J Eckleben notandi á X skrifaði að Alice Weidel væri í skotlínu ungliðasamtaka flokksins Die Linke og spurði hvað lögreglan myndi gera. Lögreglan í Neðra-Saxlandi þakkaði fyrir ábendingarnar og tilkynnti að rannsókn væri hafin.

Þetta er ekki fyrsta færslan frá Vinstri ungmennahreyfingunni í Hannover sem hefur verið fordæmd að undanförnu. Hópurinn skrifaði skilaboð eftir morðið á Charlie Kirk þar sem aftöku Kirks var fagnað með myndrænum hætti. Hópurinn skrifaði:

„Blóðug og hægrisinnuð stjórnmál leiða til blóðugra skota. Með markvissu skoti í háls Kirks var endirinn á hægrisinnaðri, ómannúðlegri misnotkunarstefnu hans innsiglaður.“

Athyglisvert er að fyrsta færslan um þetta efni frá Remix News var ritskoðuð á X, hugsanlega að beiðni þýskra eða evrópskra yfirvalda. Hatursboðskapur Vinstra hópsins gegn Kirk var víða fordæmdur af stjórnmálahreyfingum, þar á meðal frá íhaldssömum ungmennum, JU, úr Kristilega demókratasambandinu, CDU. Þeir skrifuðu:

„Það ber tafarlaust að taka upp eftirlit með Vinstri ungliðahreyfingunni í Hannover, vegna öfgafullra athafna sem vegsama ofbeldi og grafa undan réttarríkinu. Tafarlaus stöðvun fjármagns til Vinstri ungliðahreyfingarinnar svo ríkissjóðir fari ekki til samtaka sem vegsama opinbert ofbeldi og svíkja lýðræðið.“

Vinstri flokkurinn hefur ekki enn tjáð sig um myndina.

Fara efst á síðu