Það er á fleiri stöðum en á Íslandi þar sem íhugað er að beita svo kölluðu kjarnorkuákvæði til að þagga niður í minnihlutanum. Danmörk fer núna með formennsku ESB og Mette Fredriksson eltir ólýðræði ESB og ógnartakta. Það fyrsta sem hún boðaði eftir að hún tók við ESB-keflinu var að nú þyrfti að beita „kjarnorkuákvæði“ samkvæmt grein 7 gegn þeim manni sem ESB-elítan hatar að eilífu: Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands.
Orbán hefur verið mjög skýr í gagnrýni sinni á ESB og segir Evrópusambandið vera „lélega nútíma skrípamynd“ af Sovétríkjunum.
Orbán er undir stöðugum þrýstingi frá hirðinni í Brussel og sjálfsmorðsvegferð ESB-glóbalista í flest öllum málum. Fáir þekkja betur en Ungverjar þær ógnir sem stafa af kommúnísku stórveldi. Í dag fjárkúgar ESB Ungverja um eina milljón evra daglega sem refsingu fyrir að galopna ekki landamærin og hleypa inn fólki frá Afríku og Miðausturlöndum. Orbán lýsti nýlega afstöðu Ungverja til kúgunartilburða ESB (sjá X aða neðan):
„Það eru ekki til nægir peningar í heiminum til að neyða okkur til að samþykkja fjöldaflutninga og setja börnin okkar í hendur LGBTQ-aðgerðasinna.“
Um leið og konungsríkið Danmörk tók við formennsku í ESB, tók Mette Fredriksen að sér að beita lagalegu vopnabúri sambandsins gegn Ungverjalandi. Hún og aðrir krataglóbar ásaka Ungverjaland fyrir „brot á grundvallarreglum ESB“ (það er að segja fyrir að haga sér sem fullvalda ríki í staðinn fyrir að skríða á hnjánum fyrir allri vitleysunni sem kemur frá Brussel).
Meðal aðgerða sem Mette Frederiksen hyggst grípa til er kjarnorkuákvæði 7. greinar. Politico greinir frá því að Marie Bjerre, ESB-ráðherra Danmerkur, hafi sagt við blaðamenn í Árósum, þar sem framkvæmdastjórn ESB er í heimsókn á meðan Danir taka við formennsku í ESB:
„Við erum enn að horfa upp á brot á grundvallargildum. Þess vegna munum við halda áfram málsmeðferð samkvæmt 7. greininni og yfirheyrslum um Ungverjaland.“

„7. greinin er ákvæði í ESB-sáttmálanum sem heimilar löndum að kjósa um að útiloka eða refsa aðildarríki sem brýtur gegn reglum sambandsins. Þetta er almennt talið vera lagalegt s.k. kjarnorkuákvæði, sem ESB hefur hingað til ekki beitt, þrátt fyrir að Brussel hafi sagt að Ungverjaland hafi brotið gegn lögum þess.“
Danski ráðherrann Bjerre varði einnig að loka eigi fyrir aðgangi að ESB-sjóðum fyrir „lönd sem brjóta gegn evrópskum lögum.“
Annað stórt mál fyrir Danmörku er stækkun ESB. Ráðherrann gagnrýndi áframhaldandi hindrun Ungverjalands á aðild Úkraínu að ESB og sagði að Danmörk væri „tilbúin að skoða allar pólitískar og hagnýtar lausnir til að halda málinu áfram (aðildarferli Úkraínu).“
