Mette Frederiksen: „Innflytjendamálin eru stærsta ógn Norðurlanda“

Screenshot

Stærsta ógn Norðurlanda er fólksinnflutningurinn. Að sögn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, þá ógnar innflutningurinn „traustu og opnu samfélagi okkar.“

Ástandið í innanríkismálum Danmerkur voru til umræðu á danska þinginu í vikunni ásamt utanríkismálunum. Hvernig ganga samskiptin við Bandaríkin? Á að halda áfram stuðningi við Úkraínustríðið? Hvað er verið að gera vegna hækkandi matvælaverðs og verður brú byggð milli Sjálands og Jótlands? Mette Frederiksen forsætisráðherra var á þinginu og svaraði spurningum þingmanna.

Sýrlendingar sendir heim

Mette Frederiksen fékk spurningar frá Inger Stöjberg; flokksleiðtoga Danska demókrataflokksins sem hefur aukið fylgi í skoðanakönnunum eftir kosningarnar 2022. Stöjberg veltir fyrir sér hvernig gangi að senda Sýrlendingana heim sem komu þegar flóttamannakreppan geisaði. Stríðinu í heimalandi þeirra er lokið og nú geta þeir farið aftur heim segir hún. Forsætisráðherrann er sammála:

„Ég vona að við getum sent fleiri heim núna með jákvæðri þróun mála í Sýrlandi.“

Stuðningur við Frederiksen og ríkisstjórnarfylgið hefur minnkað verulega eftir síðustu kosningar. Allir þrír flokkarnir í ríkisstjórninni hafa tapað fylgi og fylgi danska Miðflokksins hefur gjörsamlega hrunið í skoðanakönnunum. Boðskapur flokksins um opin landamæri gengur þvert á opinbera afstöðu ríkisstjórnarinnar og afstöðu kjósenda. Tveir þriðju hlutar flokksmanna hafa yfirgefið Miðflokkinn að undanförnu.

Hömlulaus fólksinnflutningur er stærsta ógnin

Danskir kratar eru gagnrýnir á hömlulausan straum innflytjenda til landsins. Forsætisráðherrann og formaður sósíaldemókrata er ekki í neinum vandræðum með að kalla sig „stoltan Dana.“ Í Svíþjóð ráðast kratar á slíka afstöðu sem öfga hægri þjóðernisstefnu. Þeir gætu ekki nema við algjöra uppgjöf sagt það sem Mette Frederiksen sagði í vikunni:

„Ég er föðurlandsvinur! Ég elska landið okkar!“

Þegar hún fær spurningu frá rauðgræna stjórnmálamanninum Pia Olsen Dyhr um hver sé stærsta innri ógnin við Danmörku og hin Norðurlöndin, þá hikar Mette Frederiksen ekki í eina sekúndu:

„Hver er stærsta ógnin við Norðurlönd? Eins og ég sé það, þá eru það innflytjendamálin!“

„Ef innflytjendamálin halda áfram á röngum forsendum og of margir koma sem fremja glæpi, eru ekki lýðræðissinnar og ógna þannig trausti og opnu samfélagi okkar, þá er það stærsta ógnin!“

Hlýða má á boðskap forsætisráðherra Danmerkur í spilaranum hér að neðan:

Fara efst á síðu