Merz vill regnbogafánann burt – Þinghúsið er ekkert sirkustjald

Friedrich Merz, kanslari Þýskalands og leiðtogi kristilega bandalagsins CDU, veldur usla eftir að hann gagnrýndi í sjónvarpsviðtali, að regnbogafáninn sé dreginn upp á hún þinghússins í Berlín. Hann segir að þinghúsið sé ekkert „sirkustjald.“

Merz var í spjallþættinum Maischberger í þýska ríkissjónvarpinu og sagði þá að:

„Sambandsþingið er ekki sirkustjald þar sem þú getur dregið hvaða fána sem er að hún.“

Hann lagði áherslu á að ekki ætti að nota þýska þingið sem vettvang fyrir táknræn stjórnmál. Der Spiegel greinir frá:

„Við erum að tala um þýska þingið hér og þar er ekki bara hvaða fáni sem er dreginn daglega að húni, heldur þýski og evrópski fáninn.“

Yfirlýsingin hefur leitt til harðrar gagnrýni vinstri manna og fordæmingu. Meðal annars sakar „hinsegin fulltrúi“ ríkisstjórnarinnar, Sophie Koch (SPD), Merz um að breyta samkynhneigðum í „sirkusdýr“ fyrir framan áhorfendur.

Alfonso Pantisano, þingmaður SPD og talsmaður hinsegin fólks í Berlín Queeres Berlin, réðst einnig harkalega á kanslarann ​​og sakaði hann um að ryðja brautina fyrir ofbeldisfullum hatursglæpum:

„Sá sem tjáir sig á þennan hátt leggur út veginn að næstu börðu dragdrottningu.“

Þrátt fyrir fjölmiðlastorminn nýtur Merz stuðnings innan flokksins. Lisa Knack, stjórnmálamaður CDU, kallar orðalagið um sirkustjaldið „óheppilegt“ en er að öðru leyti sammála:

„Að sjálfsögðu er Reichstag þingið ekki bygging þar sem nýr fáni er dreginn upp á hverjum degi.“

Hún segir einnig að hún hafi persónulega ekkert haft á móti því að fáninn yrði dreginn upp á á loft, en leggur áherslu á að umræðan sjálf sé orðin óhófleg.

Fara efst á síðu