Kanslararnir, núverandi Olaf Scholz t.v. og komandi Friedrich Merz t.h. standa saman að skerðingu málfrelsis.
Þeir sem halda að efnahagur Þýskalands sé bágborinn vegna lokun kjarnorkuvera og mörg ár af hömlulausum fólksinnflutningum. þurfa kannski ekki að bíða neitt sérstaklega lengi eftir því að fá að sjá hversu miklu verri hlutirnir geta orðið með hinu nýja bandalagi kristdemókrata og sósíaldemókrata.
Þýska blaðið BILD hefur séð gögn samninganefndar „svart-rauða bandalagsins“ kristdemókrataflokks Friedrich Merz og sósíaldemókrataflokks Olaf Scholz sem undirbýr myndun nýrrar ríkisstjórnar. Það sem blaðið sá bendir til aukinnar skerðingar á lýðræði og málfrelsi í Þýskalandi. Bandalagið ætlar að grípa til harðra aðgerða „gegn lygum“ – þ.e.a.s. þeir ætla að herða alla ritskoðun. Kemur það fram í gögnum samstarfshóps flokkanna um „Menningu og fjölmiðla“ en þar er ráð fyrir að auka þrýsting verulega á samfélagsmiðla til að stöðva „falsfréttir.“
BILD greinir frá:
„Gögnin sögðu að „rangupplýsingar og falsfréttir“ ógna lýðræðinu. Þar segir að:
„Vísvitandi miðlun rangra staðreynda og ásakana fellur ekki undir tjáningarfrelsið.“
„Þess vegna verður fjölmiðlaeftirlitið sem er óháð ríkinu, að geta gripið til aðgerða gegn rangupplýsingum sem og hatri og hvatningu til haturs á grundvelli skýrra lagaskilyrða, samhliða því að tjáningarfrelsið verður varðveitt.“
Búist er við að þrýstingur verði settur á samfélagsmiðla eins og X og til að ritskoða „falskar staðhæfingar.“

JD Vance varaforseti Bandaríkjanna hefur lýst yfir áhyggjum af núverandi ritskoðunarátaki í Berlín meðal annars í eldheitri ræðu á ráðstefnu íhaldsmanna þann 20. febrúar:
„Allar varnir Þýskalands eru niðurgreiddar af bandarískum skattgreiðendum… Haldið þið að bandaríski skattgreiðandinn muni styðja það ef fólk verður fangelsað í Þýskalandi fyrir að birta kvikindislegt tíst?“
Það er heldur ekki svo skýrt frá lögfræðilegu sjónarmiði hvað telst vera lygi:
„Það er ekki einföld spurning um hvað er staðhæfing um staðreyndir og hvað er skoðun. Í flestum tilfellum túlka dómstólar tjáningarfrelsið mjög vítt.“
Sumir þýskir lögfræðingar eru mjög gagnrýnir á sérstaka „reglugerð“ ríkisins um þessi mál. Þannig segir Volker Boehme-Neßler í háskólanum í Oldenburg við BILD.
„Lygar eru aðeins bannaðar ef þær eru refsiverðar, til dæmis ef um er að ræða hvatningu til hatursglæpa. Annars geturðu logið.“
Þó tjáningarfrelsi eigi að vernda stjórnmálaumræðuna, þá munu nýju lögin auka hættuna á því að farið verði í mál vegna allra umdeildra yfirlýsinga. Það er skoðun lögfræðingsins Joachim Steinhöfel, sem aðstoðar marga vegna ritskoðunar á netinu. Hann telur að verið sé að hræða fólk á samfélagsmiðlum og að fjölmiðlaeftirlitið sé stofnun sem eigi ekki grundvöll í stjórnarskrá Þýskalands.