Meloni molar „áhyggjur“ ESB af Musk: Það er George Soros sem er vandinn

Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, sagði á blaðamannafundi í Róm að pólitískar færslur Elon Musk á X-inu séu engin ógn gegn lýðræðinu. Hins vegar blandar fjármálajöfurinn George Soros sér stöðugt í stjórnmál annarra landa.

George Soros hefur lengi verið umdeild persóna vegna of beinna íhlutunar í stjórnmál þjóða um allan heim. Fáir vinstrimenn gagnrýna hann fyrir slíka innblöndun. Til dæmis hefur Soros lengi hvatt til þess að Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, verði steypt af stóli.

Meloni sagði við blaðamenn nýlega:

„Það er vandamál þegar ríkt fólk notar peningana til að fjármagna flokka, samtök og pólitíska aðila um allan heim til að hafa áhrif á kosningar þjóðríkja. Það er ekki það sem Musk gerir. “

„Elon Musk fjármagnaði kosningabaráttu frambjóðanda síns í sínu eigin landi. Í því kerfi er nokkuð algengt að gera slíkt. En mér er ekki kunnugt um að Elon Musk fjármagni flokka, félög eða stjórnmálamenn út um allan heim. Hins vegar gerir George Soros það og já, ég tel að það séu hættuleg afskipti af málefnum þjóðríkja og fullveldi þeirra.“

Meloni hefur aldrei þegið peninga frá Musk

Meloni nefndi einnig annað auðugt fólk sem fjármagnar flokka og frjáls félagasamtök um allan heim til að hafa áhrif á svæðisbundin mál. Hún segir að hinn auðugi Musk sé maður sem lætur skoðun sína í ljós og ógni ekki lýðræðinu:

„Er vandamálið að Elon Musk er áhrifamikill og ríkur eða að hann er ekki vinstrisinnaður?

Meloni bar saman Musk og Soros og sagði að margir vinstri menn sem notið hafa styrkja af Soros gegnum árin séu háðir honum á meðan hægri menn væru ekki háðir Elon Musk. Meloni sagðist aldrei hafa þegið peninga frá Musk „ólíkt þeim sem hafa fengið peninga frá Soros.“

Sagði fyrrum ríkisstjórn krata, frjálslyndra og grænna hafa lagt sig í kosningarnar á Ítalíu

Meloni fékk spurningu um yfirlýstan stuðning Musks við Valkost fyrir Þýskaland „Alternative for Germany, AfD.“ Meloni lagði áherslu á að ef einhver reyndi að hafa áhrif á ítölsku kosningarnar væri það Þýskaland, undir þáverandi ríkisstjórn sósíaldemókrata, frjálslyndra og grænna. Meloni minnti á afskipti Þýskalands af ítölsku kosningabaráttunni, þegar Þjóðverjar lýstu yfir „áhyggjum“ vegna þess að Meloni er íhaldskona.

Fara efst á síðu