Melania Trump: „Af hverju handtók lögreglan ekki árásarmanninn á undan ræðunni?“

Fyrrum forsetafrú, Melania Trump, birti myndskeið á samfélagsmiðlum á þriðjudagsmorgun fyrir forsetakappræður Donald Trump og Kamala Harris. (sjá X að neðan).

Melania vill fá að vita, hvers vegna öryggislögreglan handtók ekki unga væntanlega morðingjann áður en hann skaut á eiginmann hennar, Donald Trump. Melania Trump segir:

„Tilraunin til að binda enda á líf eiginmanns míns var hræðileg, átakanleg reynsla. Núna er þögnin í kringum það þung. Ég get ekki annað en velt því fyrir mér, hvers vegna handtók lögreglan ekki árásarmanninn á undan ræðunni? Það er örugglega meira á bak við þessa sögu og við þurfum að afhjúpa sannleikann.”

Morðinginn Thomas Crooks skoðaði svæðið með fjarlægðarmæli fyrir fundinn. Hann flaug dróna yfir svæðið fyrir fundinn. Hann gekk um á svæðinu fyrir fundinn. Hann yfirgaf örugga svæðið áður en fundurinn hófst. Á myndskeiðum sést Crooks hlaupa á óvörðum þökum á meðan Trump talaði. Hann sást hoppa frá þaki til þaks. Stuðningsmenn Trump sáu hann áður en hann fór upp á þak. Ekki var gert út af við hann fyrr en eftir að hann hafði skotið sjö skotum.

Líkist samsæri.

Fara efst á síðu