Samkvæmt könnun Good Morning Britain, ITV, þá fagnar meirihluti hlustenda afskiptum Elon Musks af breskum stjórnmálum (sjá X að neðan). Elon Musk hefur meðal annars kallað Bretland „gerræðislegt lögregluríki“ og lýsir yfir stuðningi við Umbótaflokk Nigel Farages.
Breski morgunþátturinn Good Morning Britain hjá ITV spurði hlustendur sína hvort Elon Musk eigi að halda sig frá breskum stjórnmálum. Mikill meirihluti svaraði spurningunni neitandi.
Könnunin var gerð þann 3. janúar 2025 og 42.436 hlustendur svöruðu. 65,8% svöruðu nei og töldu eðlilegt að Elon Musk hefði skoðanir á Bretlandi en 34,2% svöruðu já og vildu ekki að Elon Musk væri að hafa skoðanir á breskum stjórnmálum.
Elon Musk has called for the release of Tommy Robinson and criticised the Prime Minister and Jess Phillips over the Rochdale scandal. He is also reportedly set to donate money to the Reform UK party. But should Elon Musk stay out of British politics?
— Good Morning Britain (@GMB) January 3, 2025
Norski stjórnmálafræðingurinn Gleen Diesen skrifar í athugasemd á X að bresk stjórnvöld virðast ekki njóta mikils trausts „þar sem þeir (Bretar) fagna íhlutun erlends ólígarks.“
There seems to be a lack of trust in the British government – as they welcome the intervention of a foreign oligarch pic.twitter.com/F1uThvMRta
— Glenn Diesen (@Glenn_Diesen) January 7, 2025