Medvedev og Khamanei: „Allsherjarstríð eina leið friðar“ í Miðausturlöndum

Óhætt má segja, að fáránleikinn eflist stöðugt þessa daga í heiminum. Núna skrifar fyrrverandi forseti Rússlands, Dmitry Medvedev, í færslu á X „að eina friðarleiðin í Miðausturlöndum sé allsherjarstríð!

Er það sami boðskapur og fv. æðstiprestur Írans segir sem fyrirskipar allsherjarárás á Ísrael eftir að Ismail Haniya, leiðtogi Hamas-samtakanna, var myrtur í Íran í vikunni, að sögn New York Times.

Íranar kenna Ísraelum um morðið. Ísrael hefur hvorki viðurkennt né neitað aðild að málinu.

New York Times bendir á, að Ísrael eigi sér „langa sögu í að drepa óvini erlendis, þar á meðal íranska kjarnorkuvísindamenn og herforingja.“

Stórfelld mögnun stríðsins gæti því orðið að veruleika ef þessir gyðingahatarar ná fram vilja sínum.

Fyrrverandi forseti Rússlands, Dmitry Medvedev, tekur undir og segir allsherjarstríð „leið til friðar“ á svæðinu. Hann skrifar á X:

„Snaran dregst að Miðausturlöndum. Skelfilegt með alla saklausa sem týnt hafa lífinu. Þeir eru bara gíslar hins viðbjóðslega ríkis: Bandaríkjanna. Samtímis er öllum ljóst, að allsherjarstríð er eina leiðin að titrandi frið á svæðinu.“

Fara efst á síðu