Mearsheimer: Pútín hefur sigrað Evrópu

John Mearsheimer, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í viðtalsþættinum The Duran, að Rússland og Vladimír Pútín hafi sigrað Evrópu. Þess vegna eru viðbrögðin svo „brjálæðisleg“ gegn Rússlandi.

Stjórnmálafræðiprófessorinn John Mearsheimer fjallaði meðal annars um Úkraínustríðið, Ísrael og samband Evrópu við Bandaríkin í nýjasta spjallþætti The Duran.

Mearsheimer telur nærveru Bandaríkjanna í Evrópu vera eina af ástæðum þess að löndin í Evrópu séu svo háð Bandaríkjunum. Án Bandaríkjanna og Nató gæti stríð brotist út í Evrópu og mun erfiðara væri að koma sér saman um málefni eins og Úkraínu.

Að sögn Mearsheimer er hatur á Rússlandi og Pútín öfgakennt í Bandaríkjunum meðal annars vegna „Russiagate“ árið 2016. Í Evrópu snýst það mikið um að Rússar hafa sigrað Evrópu og stjórnmálaelítuna í Evrópu. Mearsheimer segir:

„Ef þú vilt vita hvað er að gerast í Evrópu, þá held ég að mikið fari eftir því að Pútín hefur sigrað Evrópu. Staðreyndin er sú að Evrópubúar fóru í stríð gegn Rússum og auðvitað er Pútín sá sem stjórnar Rússlandi og hann hefur sigrað Evrópubúa. Ég held að þegar slíkt gerist, þá verður fólk brjálað. Þetta eru þau viðbrögð sem þú sérð í Evrópu.“

Sjá umræðuna hér að neðan:

Fara efst á síðu