Eftir fjögurra ára fjárfestingu í vókaðri fjölbreytni og „inngildingu“ þá hverfur McDonald’s núna frá fyrri markmiðum sínum. Þessi breytta afstaða stórfyrirtækisins endurspeglar breytingar á lagalegu og pólitísku landslagi í Bandaríkjunum.
McDonald’s mun hætta að setja ákveðin „markmið fyrir fjölbreytileika“ meðal æðstu stjórnenda. Fyrirtækið mun einnig hætta að hvetja birgja til að fjárfesta í fjölbreytileika í stjórnun sínum. Í framkvæmd hefur málið að miklu leyti snúist um að losa sig við hvítt fólk í valdastöðum með vísan til ýmissa hugtaka og kenninga.
Að sögn AP, þá vísaði McDonald’s í yfirlýsingu til dóms Hæstaréttar frá 2023 sem bannaði kvóta í háskólum.
Vaxandi höfnun á kröfum um fjölbreytileika
Ákvörðunin endurspeglar víðtækt bakslag fyrir svo kallaðar DEI kröfur „Diversity, Equity and Inclusion“ eða kröfur um Fjölbreytileika, Jafnræði og Inngildingu í viðskiptalífinu. Önnur stórfyrirtæki sem hafa hætt við að stýra fyrirtækjum sínum á grundvelli þessara krafna eru Walmart og Harley-Davidson.
Íhaldssami stjórnmálaskýrandinn Robby Starbuck, sem hefur varað fyrirtæki við að að halda í vók stefnuna, skrifaði nýlega á X að hann hefði haft samband við McDonald’s um viðleitni þeirra til fjölbreytileika.
McDonald’s leggur áherslu á það í opnu bréfi að fyrirtæki styðji enn meginregluna um „vinnustað án aðgreiningar“ og telur að slíkt sé forskot í samkeppninni.
Donald Trump, nýkjörinn forseti, hefur áður lofað aðgerðum gegn áætlunum stjórnvalda til fjölbreytileika. Ný ríkisstjórn Bandaríkjanna er talin geta stuðlað að breyttu viðhorfi í viðskiptalífinu.