Mark Rutte staðfestir að Úkraína verður ekki meðlimur Nató

Mark Rutte, aðalritari Nató, hefur staðfest opinberlega í viðtali við Bloomberg (sjá að neðan), að langþráður draumur Úkraínu um að ganga í bandalagið sé opinberlega „út af borðinu.“ Kemur yfirlýsing Rutte í kjölfar afgerandi afstöðu Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. Rutte sagði að Nató myndi færa áherslu frá aðild Úkraínu yfir í endanlega eðlileg samskipti við Rússland í staðinn.

Þegar spurt var um hvort Trump hefði í raun tekið aðildartilboð Úkraínu í Nató út af borðinu svaraði aðalritarinn hreint og beint „já.“ Staðfestingin kemur eftir fund Rutte og Trump í Hvíta húsinu á fimmtudaginn. Þetta eru slæmar fréttir fyrir Zelenský sem hefur lagt kraftinn í að samræma aðgerðir glóbalizta meðan Biden var í Hvíta húsin. Hér að neðan er úrdráttur úr samtalinu sem má sjá á myndskeiði þar fyrir neðan:

Annmarie Hordern: Þú hefur heyrt frá Úkraínumönnum, að þeir vilja öryggisábyrgð. Fékkstu þá tilfinningu á fundum þínum í gær að Bandaríkin væru tilbúin að gera það?

Mark Rutte: Bandaríkin segja þetta: Í fyrsta lagi þurfum við friðarsamning, vopnahlé. Forsetinn er mjög skýr í þessu og augljóslega verða mörg mál til umræðu, þegar vopnahlé/friðarsamningur liggur fyrir. En að ræða hvernig eigi að halda friðarsamkomulag, þegar enn hefur ekki náðst friðarsamkomulag, er svolítið skrítið.

Annmarie Hordern: Trump hefur þegar tekið af borðinu að Úkraínu geti gengið í Nató.

Mark Rutte: Já.

Annmarie Hordern: Svo spurningin er skilin eftir hjá Úkraínu, hvernig viðeigandi öryggi verði komið á?

Mark Rutte: En hann var líka mjög skýr, Pete Hegseth í Brussel, en líka forsetinn sjálfur, að þegar samkomulag verður um Úkraínu þá verður það að vera varanlegt. Það þarf að vera haldbært og endast. Pútín ætti ekki að þurfa að reyna það aftur. Svo spurningin er hvernig? Hvernig fer þetta inn í friðarsamninginn?

Þá myndi ég byrja á forsetanum, þú þarft fyrst að gera friðarsamkomulag áður en þú getur farið út í þessi sérstöku atriði. Augljóslega verða umræður á bak við tjöldin, þegar gert verður friðarsamkomulag, hvernig á þá að viðhalda því. En það eru margar leiðir til þess.

Annmarie Hordern: Við vitum auðvitað um Frakka — En mun Nató taka þátt? Er Zelensky að kalla eftir eftirlitskerfi sem kemur frá bandalaginu sjálfu?

Mark Rutte: Það eru margar leiðir til að gera þetta, en ég held að það verði erfitt fyrir Nató að taka þátt í ferlinu sem Nató. En Nató mun alltaf gefa ráð og skoða hvaða leið er sú besta til að framkvæma þetta. Það sem við sjáum núna er að Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn ræða, hvernig hægt er að skipuleggja þetta. En ég vil vara svolítið við því aftur, að áður en farið er í of mörg sérstök atriði, hvað varðar hvernig á að viðhalda friði, þá verður samningur fyrst að liggja fyrir. Þetta er nálgun í mörgum skrefum á eftir hverju öðru. Þar held ég að Trump hafi rétt fyrir sér.

Fara efst á síðu