Í dag er Patreksdagur, St. Patrick´s Day, þjóðhátíðardagur Írlands og mikið um hátíðahöld víða. Karl Gunnarsson minntist dagsins og á myndinni með honum er ung stúlka klædd grænum búning í tilefni dagsins.
Þjóðólfur náði tali af Karli Gunnarssyni, búsettum í Kanada til að fá fréttir um ástandið í Kanada. Karl Gunnar greindi frá tollastríðinu við Bandaríkin og hótunum Kanada að leggja á sérstaka vega- og vörutolla á flutningabíla sem flytja vörur á milli Bandaríkjanna og Alaska en hluti þeirrar leiðar liggur gegnum Kanada. Í þeim ríkjum ræða íbúarnir um að þeir mundu frekar vilja tilheyra Bandaríkjunum en Kanada. Kosningar verða síðar í ár í Kanada og núna blása hagstæðir vindar fyrir Íhaldsflokkinn.
Mark Carney, nýskipaður forsætisráðherra Kanada, kemur úr Frjálslynda flokki Justin Trudeau en flokkurinn ruddi Trudeau frá völdum vegna almennrar óánægju með frammistöðu Trudeau og neyðarlaga sem ekki samrýmdust stjórnarskrá Kanada. Carney er bankamaður og var m.a. Seðlabankastjóri Kanada. Engar breytingar hafa hins vegar orðið á stefnu ríkisstjórnarinnar og litið á að hún þrauki fram að komandi kosningum sem halda verður í síðasta lagi fyrir 25. október n.k. Carney tók sérstaklega fram í ræðu við innsetningu í embættið að „Kanada mun aldrei, aldrei, verða hluti af Bandaríkjunum á nokkurn hátt, lögun eða formi.“
Karl greinir frá tollastríði Bandaríkjanna og segir verðbréfamarkaði órólega. Hann sagði hótanir ganga á víxl og það nýjasta er hótun um vegatolla og mögulega vörutolla á vörur sem flutningabílar flytja á milli Alaska og Bandaríkjanna. Gildir hótunin fyrir flutninga í báðar áttir og ef af verður, þá er um grófa atlögu gegn hagsmunum Bandaríkjamanna að ræða. Greinilega eru hollustuumræður miklar í sumum fylkjum Kanada og vilja margir Kanadamenn frekar tilheyra Bandaríkjunum en Kanada.

Telegraph greinir frá viðtölum við bændur og aðra í Alberta sem vilja að Kanada verði fylki í Bandaríkjunum. Einn þeirra sagðist vilja tilheyra Bandaríkjunum svo „barnabörnin fái að upplifa hvað frelsi er.“ Margir voru illir út í ríkisstjórn Kanada og nefndu gerræðislegar aðgerðir í Covid meðal annars gegn vöruflutningabílstjórum sem sköpuðu „Frelsislestina“ frægu sem Trudaeu barði niður með herlögum sem síðar voru dæmd ólögleg. „Alberta er betri í því að drepa sjúklinga en hjúkra þeim“ segir einn viðmælandinn og vísar í útvíkkaða löggjöf kanadíska ríkisins um „dánaraðstoð.“
Karl bendir á að einnig sé verið að ræða um kolefnisgjöld og skatta sem eigi að hækka mjög almenningur er mjög ósáttur við. Trúlega vega kjörorð Trumps „Drill, Baby, Drill“ – Boraðu elskan, Boraðu, þyngst af öllu, því ef Alberta tilheyrði Bandaríkjunum myndi þvingandi höftun á olíuiðnaðinum þar verða aflétt.
Hér fyrir neðan má heyra viðtalið við Karl Gunnarsson og þar fyrir neðan er smá myndskeið frá YouTube um hvort Alberta eigi að ganga með í Bandaríkin í staðinn fyrir að tilheyra Kanada.