Malone: „Vesturlönd hafa gengið af göflunum”

Robert Malone í viðtali hjá Swebbtv.

„Vesturlönd hafa gengið af göflunum.” Það segir Robert Malone eftir handtöku Pavel Durov, forstjóra Telegram.

Bandaríski læknirinn Robert Malone, sem er heimsþekktur fyrir gagnrýni sína á hin svo kölluðu Covid bóluefni, tjáði sig um handtöku Frakklands á forstjóra Telegram, Pavel Durov.

Hann segir að sér líði illa vegna atviksins. Hann skrifar á X:

„Frakkland er orðið að ótryggu landi til að ferðast til. Vesturlönd hafa gengið af göflunum.“

Í annarri færslu hvetur hann fólk til trúa ekki fréttum almennra fjölmiðla um handtökuna:

„Ekki falla fyrir áróðrinum. Þetta snýst allt um það, að hið vestræna ofurvald reynir að opna bakdyr að Telegram (dulkóðunarlykill, ef svo má segja) til að njósna um „óvini” sína með því að nota Telegram – sem gæti vel átt við okkur. Þeir vilja alræðisstjórn ríkisins á fjölmiðlum.“

Durov forstjóri Telegram sagði sjálfur frá því í viðtali við Tucker Carlson, að FBI hefði beðið hann um að opna bakdyr á miðlinum svo FBI gæti farið inn og njósnað um notendur (sjá X neðar á síðunni):

Fara efst á síðu