Lars Bern, athafnamaður á eftirlaunum, skammast sín fyrir stjórnmálamenn Vesturlanda og þá sér í lagi Svíþjóðar. Þeir „lifa í algjörum heimi hugaróra“ segir Lars Bern eftir að tilkynnt var að Úkraína vilji kaupa 150 Gripen-herþotur frá Svíþjóð. Maður „heldur að þessi verkefni sem þeir eru að koma með séu búin til í leikskóla“ segir Bern í viðtali við Swebbtv.
Á miðvikudag birtu Svíþjóð og Úkraína sameiginlega yfirlýsingu um að Úkraína muni í framtíðinni hugsanlega kaupa 100-150 Gripen-herþotur frá Svíþjóð.
„Viljayfirlýsing“ með öðrum orðum. Sænska ríkisstjórnin skrifar á vefsíðu sinni:
„Viljayfirlýsing Svíþjóðar og Úkraínu er fyrsta skrefið í stórum mögulegum útflutningssamningi.“
Lars Bern segir í Swebbtv að Bandaríkin gætu sett strik í reikninginn, þar sem þeir muni vilja selja bandarísk vopn og flugvélar. Bern hefur líka aðrar hugsanir um málið og segir:
„Allt verkefnið er hugarburður. Í gegnum allt þetta stríð lifir Zelensky í fantasíuheimi. Zelensky er í áróðursstríði. Hann er leikari. Í hans heimi snýst allt um fjölmiðla og áróður. Það er það sem stjórnar honum.
Um leið og reynt er að framleiða háþróuð vopn í Úkraínu, þá skjóta Rússar þau niður. Bráðum munu Rússar senda þúsund dróna á dag yfir Úkraínu.
Lars Bern heldur áfram:
„Ég skammast mín svo mikið fyrir vestræna stjórnmálamenn okkar almennt og sérstaklega fyrir sænska stjórnmálamenn. Þeir lifa í algjörum fantasíuheimi. Maður heldur eiginlega að þessi verkefni sem þeir koma með hafi verið búin til í leikskóla. Það er á því stigi. Það er ekkert raunsæi í þessu. Og Rússar munu ekki gefast upp fyrr en þessu stjórnkerfi í Úkraínu er steypt af stóli.“
