Mæðgin alvarlega særðar í sprengjuhryðjuverki í Stokkhólmi

Öflug sprenging olli miklum eldsvoða í raðhúsi í Tumba sunnan við Stokkhólm á sunnudagskvöld. 35 ára gömul móðir og ung dóttir hennar, sem er á leikskólaaldri, eru alvarlega særðar og móðirin berst fyrir lífi sínu. Fundist hafa merki um að a.m.k. einni handsprengju hafi verið hent inn i svefnherbergið þar sem móðir og dóttir voru.

Bæði móðir og barn voru flutt á sjúkrahús eftir eldinn, sem kom upp klukkan 23:42. Sprengjuárásin er sögð hafa átt sér stað í einu af sex húsum í raðhúsaröðinni þar sem fjögurra manna fjölskylda býr.

Samkvæmt lögreglunni er grunur um að eldurinn hafi kviknað í sprengingunni og er málið rannsakað sem alvarlegt skemmdarverk og tilraun til manndráps. Enginn hefur verið handtekinn enn.

Samkvæmt upplýsingum sem Aftonbladet hefur fengið er talið að annar maður á svæðinu hafi í raun verið skotmark árásarinnar. Maðurinn er sagður hafa fengið hótanir frá glæpamönnum fyrir sprenginguna og skömmu eftir sprenginguna fékk hann skilaboð með sprengjumynd.

Ekkert bendir til þess að fjölskyldan sem um ræðir hafi verið fyrirhugað skotmark.

Maður skotinn til bana við strætisvagnastöð i Eskilstuna

Þá segir Aftonbladet frá skotárás á mann sem beið eftir strætó í Eskilstuna. Hann lést af skotsárunum. Morðinginn kom í leigubíl, drap manninn og hljóp síðan í burtu. Enginn hefur verið handtekinn en lögreglan skoðar myndefni af árásinni.

Sprengt í Stokkhólmi og Malmö

Fyrir rúmri viku voru framin sprengjuhryðjuverk í Stokkhólmi og Malmö, á báðum stöðum í fjölbýlishúsum. Enginn týndi lífinu og enginn glæpamaður handtekinn.

32 sprengjuhryðjuverk á fyrstu 28 dögum ársins 2025 í Svíþjóð

Þetta eru bara sýnishorn af ástandinu valin af handahófi.

Fara efst á síðu