Macron lokar fyrir Rumble – pólitísk ringulreið í Frakklandi

Lokað hefur verið fyrir samfélagsmiðilinn Rumble í Frakklandi að beiðni ríkisstjórnar landsins. Lokunin kemur á þeim tíma, þegar Emmanuel Macron forseti er undir þrýstingi vegna sögulegs lágs stuðnings og pólitísk ringulreið ríkir sem minnir á dramatískustu tímabil í sögu Frakklands.

Franskir ​​neytendur geta ekki lengur náð Rumble. Samfélagsmiðillinn svipar til YouTube sem vettvangur aðallega fyrir myndbönd. Rumble nýtur vinsælda meðal þeirra sem helstu samfélagsmiðlar ritskoða. Rumble staðfestir að lokunin hafi verið vegna krafna stjórnvalda. Á vefsíðu sinni skrifar fyrirtækið:

„Vegna krafna frá frönsku ríkisstjórninni um að fjarlægja höfunda af vettvangi okkar er Rumble ekki aðgengilegt í Frakklandi eins og er. Við mótmælum þessum kröfum og vonumst til að geta endurheimt aðgang fljótlega.“

Allir sem tengjast með frönsku tölvunúmeri fá skilaboð um lokunina, en þjónustan virkar eðlilega í öðrum löndum. Hægt er með forritum eins og VPN að breyta númeri tölvu eins og hún væri í öðru landi og þá er hægt að sjá Rumble.

Ofangreind skilaboð koma upp þegar reynt er að fá aðgang að Rumble frá franskri IP-tölu. Skjámynd: Rumble

Forseti með sögulega veikt umboð

Frakkland er í djúpri pólitískri kreppu. Nýleg könnun sýnir að einungis 15% Frakka styðja Emmanuel Macron forseta og 80% segjast ekki treysta honum.

Macron, sem hefur verið forseti síðan 2017, hefur misst pólitíska frumkvæðið og meirihluta sinn á þingi. Samkvæmt Politico er möguleg afsögn hans rædd opinberlega í París sem áður var talið óhugsandi. Ástandinu er lýst sem því óvissasta síðan í mótmælunum miklu árið 1968. Nicolas Sarkozy, fv. Frakklandsforseti, segir að Frakkland sé líklega á leiðinni í nýjar kosningar. Hann segir við Le Figaro:

„Ég er sannfærður um það að engin önnur lausn sé til en að rjúfa þingið.“

Ef þing er rofið verður að halda nýjar kosningar. Gagnrýnendur ritskoðunar frönsku ríkisstjórnarinnar á Rumble segja að Macron vilji koma í veg fyrir gagnrýni stjórnarandstæðinga. Lokun Rumble verður því enn einn naglinn í pólitískri kistu Emmanuel Macron.

Fara efst á síðu