Macgregor: Sagan um Úkraínustríðið er blekking frá upphafi

„Margir á Vesturlöndum hafa lifað í blekkingu í mörg ár.“ Það segir bandaríski ofurstinn og hernaðarsérfræðingurinn Douglas Macgregor. Trump-stjórnin hefur sem kunnugt er hafið friðarumleitanir við Pútín Rússlandsforseta sem gengurþvert gegn glóbalízkum stjórnmálamönnum og fjölmiðlum þeirra. Hafa þeir stundað frásögn og áróður sem er langt frá sannleikanum að sögn Macgregor. Hann skrifar á X (sjá að neðan) að ýmsir þjáist núna af „vitrænu ósamræmi.“

Donald Trump Bandaríkjaforseti kallar Volodymyr Zelensky einræðisherra og Elon Musk sakar Úkraínustjórn um að hafa „myrt bandarískan blaðamann“ (Gonzalo Lira). Með þessu slá Bandaríkin sundur fyrri frásögn um Úkraínustríðið og stjórnmálastéttin í Evrópu veit varla sitt rjúkandi ráð.

Douglas Macgregor, segir suma stjórnmálamenn þjást af „vitrænu ósamræmi“ vegna þess að ríkjandi stríðsfrásögn á Vesturlöndum, hefur ekki sagt sannleikann. Hann skrifar á X:

„Sumir einstaklingar þjást af vitsmunalegu ósamræmi. Það hefur verið logið að þeim í mörg ár, að eitthvað sé satt sem er það ekki. – „Úkraína er góð. Úkraína er lýðræðisleg; Úkraína berst í göfugu stríði gegn vondum Rússum sem vilja leggja undir sig alla Evrópu… Þetta er bara bull.“

Macgregor útskýrir enn fremur að fjarlægja verði sveitir nýnasista í Úkraínu í eitt skipti fyrir öll, því annars verði enginn varanlegur eða raunverulegur friður. Hann skrifar í annarri færslu:

„Washington ætti að skammast sín fyrir að hafa sent bandarískt fé og stuðning til nýnasista í Úkraínu.“

Fara efst á síðu