Macgregor: Nató er eins og „trúðalest í sirkussýningu“

Nató dunkar áfram með miklu brambolti. En þeir gera ekki mikið meira en það, segir bandaríski ofurstinn Douglas Macgregor. ESB er að leggja upp laupana og Nató er dæmt til að tapa að mati Macgregor.

Í viðtali við Daniel Davis hakkar Douglas Macgregor niður bæði ESB og Nató. Þeir halda áfram með hávaðalátum gegn Rússlandi, en varla neitt meira en það er að gerast. „Valdaelítan í Evrópu ætti bara að fara og leggja sig.“

Macgregor segir:

„ESB er að liðast sundur. Nató er eins og löng skrúðganga trúða á sirkussýningu. Þeir leika listir sínar og búa til hávaða en vélarnar virka ekkert sérstaklega vel. Það er mikill reykur og eldur en lítið sem ekkert á bak við. Nató er glatað. Það er tímasóun.“

Sjá má brot úr viðtalinu hér að neðan og allan þáttin á Youtube þar fyrir neðan:

Fara efst á síðu