Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður bendir á það í nýjum skrifum á blog.is að maður hafi verið handtekinn fyrir að reyna að stinga mann sem sat í bíl sínum með hníf. Vekur Jón athygli á því, að fjölmiðlar fyrir utan visi.is eru tregir að fjalla um málið eins og verið sé að reyna að stinga því undir stól. Það er alvarlegt, sérstaklega með tilliti til þess hver bæði gerandinn og fórnarlambið eru. Hamas vinir á Íslandi hvetja til sniðgöngu forstjóra fyrirtækis sem mun vera fórnarlambið og málið hápólitískt ef satt er. Það versta er að hér gæti verið tilraun til mannsdráps að ræða.
Jón Magnússon skrifar:
Má ekki segja frá þessu?
Í gær birtist lítil frétt á visi.is um að karlmaður hefðu verið handtekinn í Hafnarfirði á milli kl. 13 og 14 í gær fyrir að hafa reynt að stinga mann, sem sat í bíl sínum. Fréttin lét lítið yfir sér og aðrir fréttamiðlar hafa ekki tekið þessa frétt hvorki birt hana né gert nánari grein fyrir málinu.
Skv. mínum upplýsingum er þetta grafalvarlegt mál, en sá sem fyrir árásinni varð mun vera forstjóri fyrirtækis,sem að Hamas vinir á Íslandi hafa ítrekað kvatt fólk og fyrirtæki til að eiga ekki samskipti við.
Hversvegna þessi þögn um það sem gæti verið manndrápstilraun? Já og gæti verið af pólitískum toga.
Í frjálsu þjóðfélagi skiptir máli að fréttamiðlar geri rækilega grein fyrir öllu sem á erindi til almennings.