Lygin er dýrari en sannleikurinn

Það er mikilvægara að segja sannleikann í dag en að bjarga starfsframa sínum hvað sem það kostar. Þetta skýrir hinn frægi bandaríski leikari Rob Schneider í þætti hjá Tucker Carlson. Að segja hug þinn mun kosta þig peninga. En ef við gerum það ekki fáum við samfélag lyginnar. Og að samþykkja eitthvað sem er rangt, vitandi vits, mun kosta þig meira, bendir Schneider á.

Bandaríski leikarinn Rob Schneider talar um kostnaðinn við að segja sannleikann í samfélaginu í dag í nýjum þætti Tucker Carlson (sjá neðar á síðunni).

Rob Schneider hefur meðal annars komið að heilbrigðismálum og talað um „bóluefnið.“

Í september á þessu ári kemur bók hans út: Þú getur gert það! Segið hug ykkar Ameríka„You Can Do It!: Speak Your Mind, America.“

Rob Schneider segir:

„Ég mun ekki beygja mig fyrir þessum þrýstingi og ég hef aldrei gert það. Ég hef aldrei beðist afsökunar á því. Við verðum að halda áfram að berjast fyrir því að gera Bandaríkjamenn heilbrigða, andlega og líkamlega.”

En það getur verið mjög dýrt að tjá sig um ákveðna hluti:

„Við verðum að rísa upp. Ef við gerum það ekki – það er hættulegt að standa upp og tala – og það mun kosta þig peninga. Það mun kosta þig peninga ef þú segir hug þinn. En þegar þú samþykkir vísvitandi eitthvað sem þú veist að er rangt – þá mun það kosta þig enn þá meira. Við verðum að fylgja sönnununum. Við verðum að horfast í augu við þessar lygar – annars verðum við þjóð lyginnar.”

Fara efst á síðu