Leiðtogar Evrópu segja eitt opinberlega og annað í einrúmi þegar kemur að Úkraínustríðinu, segir prófessor Jeffrey Sachs. Málið snýst um lygar – stórhættulegar lygar sem gætu orðið okkur öllum að bana, bendir hann á.
Jeffrey Sachs var í viðtali við stjórnmálafræðinginn Glenn Diesen (sjá YouTube að neðan) og tjáði sig um opinberar yfirlýsingar evrópskra leiðtoga um Úkraínustríðið og samningaviðræðurnar sem eru í gangi. Stjórnmálamenn Evrópu eru oft harkalegir í orðum sínum. En á bak við tjöldin er eitthvað annað að gerast, telur Sachs, en hann hefur gríðarlegt net tengiliða um allan heim.
Að sögn Sachs geta stjórnmálamenn sagt í einrúmi, að þeir viti að Úkraína verði aldrei aðili að Nató. En þannig hljómar það ekki þegar þeir tala við almenning. Þá verður Úkraína aðili að Nató. Sachs segir:
„Ég heyrði þetta tvisvar í síðustu viku. Opinberu yfirlýsingarnar eru hreinar lygar. Og yfirlýsingar í einrúmi eru allt öðru vísi. Í bæði skiptin spurði ég hver tilgangurinn væri með þessum opinberu lygum, því þær eru niðurlæging fyrir lýðræðið og stórhættulegar. Ég fékk engin tæmandi svör.“
Stjórnmálamennirnir gera þetta ef til vill til að hræða íbúana þannig að þeir geti hervæðst fyrir 800 milljarða evra eins og til stendur. Skoðun Sachs er að stjórnmálamennirnir ljúga. Ef þeir tryðu því raunverulega að Úkraína muni ganga í Nató, þá ættu þeir að „láta kíkja á höfuðið“ því „þeir skilja þá ekkert hvað er að gerast.“ Sachs segir: