Lognar tölur: Atvinnutölur í Bandaríkjum „leiðréttar“ – 30% færri í atvinnu en Bidenstjórnin gaf upp

Bandaríska hagkerfið skapaði 818.000 — eða 30% — færri störf en Vinnumálastofnun greindi frá frá apríl 2023 til mars 2024. Er þetta stærsta niðurfærsla á atvinnutölum síðan í alþjóðlegu fjármálakreppunni.

Uppfærðar tölur voru hluti af árlegri endurskoðun Vinnumálastofnunar á launagögnum. Stofnunin aðlagar atvinnuupplýsingar árlega til að gera launatölur nákvæmari. Embættismenn taka inn skattskrár atvinnuleysistrygginga ríkisins og ná yfir nærri öllum störfum í Bandaríkjunum.
Samkvæmt hagstofunni náði lækkunin yfir átta af 11 atvinnugreinum, 358.000 færri störf í þjónustustörfum, 150.000 færri störf í ferðaþjónustu, 115.000 færri störf í framleiðslugreinum og 104.000 færri störf í verslun og flutningum.

Einungis fjölgaði störfum um 87.000 í einkamenntun og heilbrigðisþjónustu, um 21.000 í öðrum þjónustugreinum og 1.000 fleiri störf hjá ríkisbákninu. Á 12 mánuðum fram í mars hafði bandaríski vinnumarkaðurinn að sögn yfirvalda skapað 2,9 milljónir nýrra starfa, sem er að meðaltali 242.000 á mánuði. Eftir endurskoðunina var meðaltalsaukning á mánuði 174.000.

Ofmátu vinnusköpun um 1,1 milljón starfa

Vinnumálastofnun hefur opinberlega fjallað um endurskoðun atvinnutalnanna. Ýmsar aðrar tölur stjórnvalda gefa til kynna að atvinnuaukningin hafi verið ýkt. Seðlabanki Fíladelfíu komst að því, að Vinnumálastofnun hefði ofmetið atvinnusköpun um allt að 1,1 milljón frá mars 2022 til júní 2022.

Nancy Tengler, forstjóri og framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá „Laffer Tengler Investments“ sagði að mánaðarlegar ráðningartölur hafi verið „óáreiðanlegar og háðar stórkostlegri endurskoðun.“ Tengler segir í athugasemd:

„Til skamms tíma hafa efnahagslegar tölur áhrif á verðsveiflur hlutabréfa. Við höldum áfram að efast um vikulegar og mánaðarlegar tölur og einbeitum okkur í staðinn að langtíma tölum. Framleiðnin eykst (eins og hún gerði á tíunda áratugnum) og launakostnaður minnkar – þetta er það sem knýr hagvöxt án verðbólgu, þess vegna teljum við að á endanum sé hagkerfið í lagi.“

Framleiðni vinnuafls jókst um 2,3 prósent á öðrum ársfjórðungi en var 0,4 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024. Eftir umtalsverðan 3,8 prósenta aukningu á fyrsta ársfjórðungi, hægði á launakostnaði niður í 0,9 prósent lægri tölur en búist var við á tímabilinu apríl til júní.

Hér að neðan má sjá umfjöllun um málið:

Fara efst á síðu