Loftslagshreyfingin sniðgengur lýðræðið

Loftslagsaðgerðarsinnar loka vegum í Stokkhólmi. (Mynd skjáskot Youtube).

Loftslagshreyfingin hefur fundið nýja aðferð til að koma kröfum sínum í gegn: Ef kröfurnar komast ekki í gegn með lýðræðislegum ákvörðunum, þá er farið með málið fyrir dómstóla. Það gekk vel í Sviss og núna reyna sex loftslagsstofnanir að gera slíkt hið sama í Finnlandi.

Loftslagshreyfingin hefur nýlega notað nýja aðferð til að koma kröfum sínum í gegn. Í stað þess að reyna að ná lýðræðislegum meirihluta fyrir tillögum sínum þá nota þeir dómara hliðholla aðgerðarsinnum til að knýja fram kröfurnar í dómstólum.

Fyrr í ár tókst hópi aldraðra kvenna að fá Sviss fellt fyrir meint brot á Evrópusáttmálanum, vegna þess að ríkið gerði ekki nóg til að vernda þær gegn hitabylgjum.

Sex umhverfissamtök sameinast

Að sögn Aftonbladet ganga sex umhverfisverndarsamtök saman og kæra finnska ríkið.

Samtökin telja, að Finnar geri ekki nóg til að standa við kröfur sem gerðar eru í loftslagslögum og stjórnvöld geri ekki það sem þart til að landið verði „loftslagshlutlaust.” Telja þeir, að þetta megi meðal annars rekja til „óhóflegs skógarhöggs og skorts á viðleitni til að draga úr losun frá landbúnaði og flutningageiranum.“

Samtökin segjast sækja innblástur til fordæmisins með Sviss. Ekki er þó líklegt að þeim takist að þessu sinni. Sambærileg málsókn gegn ríkisstjórn Sanna Marin mistókst árið 2022.

Fara efst á síðu