Loftslagsaðgerðarsinnar í samhæfðri árás á flugvelli í Stokkhólmi, Gautaborg og Malmö

Snemma miðvikudag þurfti lögreglan í Stokkhólmi, Gautaborg og Malmö að fara til flugvalla borganna, Arlanda, Landvetter og Sturup, eftir að loftslagsglæpasamtökin Endurreisum votmýrina „Restore the wetlands“ unnu skemmdarverk á flugvöllunum í samhæfðri aðgerð.

Meðal annars sprautuðu loftslagsaðgerðasinnarnir rauðri málningu sem á að tákna blóð á framhlið og anddyri flugvallabygginga. Ekki er ljóst að hve miklu leyti flugfarþegar urðu fyrir áhrifum af árásunum en margir neyddust til að nota aðrar leiðir inn og út úr flugstöðvarbyggingunum.

Lögreglan „talaði við fólkið“

Loftslagsglæpasamtökin sendu hópa skemmdarverkamanna til þriggja stærstu flugvalla Svíþjóðar. Samkvæmt tilkynningu sem aðgerðarsinnarnir sendu frá sér var ætlunin að „trufla og stöðva allt innanlandsflug“ sem samtökin segja að þau muni vinna að um ókomna tíð.

Lögreglan segist hafa „talað við fólkið“ en enginn var handtekinn. Lögreglan rannsakar málið sem skemmdarverk.

Lífum stefnt í hættu þegar sjúkrabílar komust ekki áfram

Loftslagsglæpasamtökin „Restore Wetlands“ hafa áður verið með aðgerðir í bílaumferðinni sem voru harkalega gagnrýndar. Til dæmis límdu aðgerðarsinnar sig fasta við götuna fyrir utan Karolinska háskólasjúkrahúsið í Solna í norðurhluta Stokkhólms sem sem setti líf sjúklinga í hættu, þegar sjúkrabílar komust ekki að sjúkrahúsinu.

Hópurinn réttlætir mörg og alvarleg lögbrot sín með því að fullyrða að heimsendir sé yfirvofandi og að jörðin muni farast í loftslagsslysi.

Fara efst á síðu