Fjöldi dvalarleyfa sem sænska útlendingastofnunin gefur út hefur haldist á svipuðu stigi og áður en núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Þetta sýna tölur frá stofnuninni sem sænski miðillinn Samnytt hefur birt. Hin stórkostlegu umskipti varðandi fjölda innflytjenda sem ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu í síðustu kosningabaráttu lætur ekkert á sér bóla.
Fyrir utan árið 2022, þegar fjöldi úkraínskra flóttamanna leitaði hælis í Svíþjóð, hefur fjöldi útgefinna dvalarleyfa haldist tiltölulega stöðugur síðustu fimm árin.
Um 90.000 dvalarleyfi eru gefin út á hverju ári. Árið í ár verður engin undantekning. Eftir 6 mánuði var búið að veita 44.187 dvalarleyfi, sem þýðir að heildarfjöldi fyrir árið 2025 lítur út fyrir að verða í kringum 90.000.
Sá flokkur dvalarleyfa sem er stærstur er innflutt vinnuafl. Í tölunum eru hins vegar margir sem ættu að vera skráðir undir innflutningi ættingja en það lítur út fyrir að þeim muni fækka í framtíðinni.
Afnumin hefur verið sú regla, að innflytjendur fái að sækja um atvinnuleyfi í staðinn ef þeir fengu ekki dvalarleyfi.
Stærsti hópur innflytjenda eru ættingjar. Bæði í hópi vinnuaflsinnflytjenda og innflytjenda sem fara í nám leynast þúsundir ættingja til þeirra sem þegar dvelja í landinu.