Lindsey Graham fordæmir Zelensky, krefst afsagnar hans eftir framkomuna í Hvíta húsinu

Zelensky hefur glatað harðasta stuðningsmanni sínum í Bandaríkjunum, öldungardeildarþingmanninum Lindsey Graham. Graham segist efast um að hægt sé að semja við Zelenský eftir stórslysið í Hvíta húsinu og krefst afsagnar hans sem forseta Úkraínu. Blaðamannafundi Trumps og Zelenskýs var aflýst og Zelenský fór burtu með skottið á milli fótanna án þess að tilbúinn samningur væri undirritaður.

Trump gagnrýndi Zelenský harðlega og sagði hann leika sér að þriðju heimsstyrjöldinni. Graham sagði við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið:

„Flestir Bandaríkjamenn sem urðu vitni að því sem þeir sáu í dag myndu ekki vilja að Zelensky væri viðskiptafélagi þeirra, þar á meðal ég. Hvað fannst mér? Algjör hörmung. Ég hef farið átta eða níu sinnum til Úkraínu síðan stríðið hófst. Ég skil afleiðingarnar af aðgerðum Pútíns gegn Úkraínu. Ég met það sem úkraínska þjóðin hefur gert. Þeir hafa barist eins og tígrisdýr. Þegar öllu er á botninn hvolft var ég að vona að þessi jarðefnasamningur… myndi ganga vel.“

„Einhver spurði mig, hvort ég skammist mín ekki fyrir Trump? Ég hef aldrei verið stoltari af forsetanum. Ég var mjög stoltur af JD Vance, sem stóð upp fyrir landið okkar. Við viljum vera hjálpleg. Það sem ég sá í sporöskjulaga skrifstofunni var virðingarleysi og ég veit ekki hvort við getum nokkurn tímann átt viðskipti við Zelensky aftur. Ég held að flestir Bandaríkjamenn hafi séð mann sem þeir myndu ekki vilja eiga í viðskiptum við. Það hvernig hann kom fram á fundinum, hvernig hann kom fram við forsetann, var bara yfir of mikið af því góða. Ég held að sambandið milli Úkraínu og Bandaríkjanna sé afar mikilvægt, en getur Zelensky gert samning við Bandaríkin? Eftir það sem ég sá þá efast ég um það.

„Ég held að hann hafi gert það nánast ómögulegt að selja bandarísku þjóðinni að hann sé góð fjárfesting. Annað hvort þarf hann að segja af sér og senda einhvern sem við getum átt viðskipti við eða hann þarf að breyta um stefnu.

Fara efst á síðu