Líkist frekar eiturlyfjastríði en tollastríði

Karl Gunnarsson með dóttur sína á svölum Perlunnar í Reykjavík.

Karl Gunnarsson í Ottawa, Kanada, segir í nýju viðtali sem tekið er að þessu sinni á ensku, að leiftursókn Donald Trump Bandaríkjaforseta með 25% tollum á vörur frá Kanada og Mexíkó, líkist frekar eiturlyfjastríði en tollastríði. Bandaríkjastjórn telur eiturlyfjaógn steðja að Bandaríkjunum yfir landamærin bæði í norðri og suðri. Fengu bæði Kanada og Mexíkó mánaðarfrest á innleiðingu tollanna gegn því að þau lofuðu hertri landamæragæslu og baráttu gegn eiturlyfjahringjum sem m.a. framleiða fentanýl.

Karl Gunnarsson lýsti því hvernig Kanadamenn hættu að selja og neyta rússnesks vodka, þegar Pútín fór með herinn inn í Úkraínu í febrúar 2022. Fjölmiðlar m.s. í Svíþjóð sýndu fréttir af reiðum Kanadamönnum sem ætluðu að hætta að drekka bandarískt whiskí eftir tilkynningu Hvíta hússins um 25% álagningu á vörum frá Kanada og Mexíkó og 10% á innfluttum vörum frá Kína.

En þrátt fyrir öll stóru orðin, þá tók það aðeins einn sólarhring að ná bráðabirgðasamkomulagi um bætta landmæragæslu og herferð gegn eiturlyfjarhingjunum til að Trump gæfi mánaðarfrest á innleiðingu nýju tollanna. Þannig að ljóst er að markmiðið er að stöðva innstreymi eiturlyfja og óvandaðra einstaklinga yfir landamærin og tollarnir notaðir sem þrýstitæki til að vekja stjórnvöld í nágrannaríkjunum sem sofið hafa á verðinum.

Hvað varð um hina góðu Svíþjóð?

Einnig var rædd um ástandið í Svíþjóð sem er í þjóðlegu áfalli eftir fjöldamorð á 11 nemendum og sex að auki særðir eftir skotárás brjálæðings í skóla í Örebro. Silvia drottning Svíþjóðar spurði þá spurningu sem margir hafa spurt vegna sprengju- og skotárása glæpahópanna og svo núna eftir þetta fjöldamorð: „Hvað varð um hina góðu Svíþjóð?“

Augljóst er að dauðlegt ofbeldi birtist á margvíslegan hátt enda margvíslegar ástæður að baki. Það sem er orðinn hversdagsleiki í Svíþjóð eru daglegar sprengingar og skotárásir, þar sem glæpahópar eru í stríði hver við annan um peningauppgjör og markaðssvæði eiturlyfjasölunnar. Það stríð hefur aukist og breyst, því núna eru glæpahóparnir með hefndaraðgerðir í fjárkúgunarmálum gegn fyrirtækjum og eigendum fyrirtækja sem er hrikaleg þróun og ef ekki verður stöðvuð mun hafa mjög neikvæð áhrif á frumkvæði og viðskiptalíf.

Kóranbrennur í Svíþjóð og barátta íslamista til að banna slíkt og í raun banna umræðu, gagnrýni og málfrelsi sem nota má fyrir aðra hluti en þá ofsatrú sem setur menn á dauðalista fyrir skopteikningar er einnig stór hluti þeirrar ofbeldismenningar sem þegar minnst varir getur brotist út í heilagstríðshryðjuverk líkt sem dæmi má finna út um alla Evrópu síðustu árin og fer sífellt fjölgandi.

Fjöldamorðinginn í Örebrú hét Richard Andersson, áður Jona Simón en breytti nafni. Hann var geðveikur eintsaklingur, lifiði einangruðu lífi frá samskiptum við aðra, 35 ára gamall sem lifði á félagsbótum. Fjöldamorðin gætu allt eins verið hatur hans gegn Félagsmálastofnun, þegar bætur voru dregnar inn af því að hann sótti ekki vinnu eins og ætlast var til. En allt á eftir að koma fram um ástæðuna og lögreglan útilokar ekki neitt enn á meðan rannsóknir málsins eru nýhafnar.

Hugmyndir Trumps um „Las Vegas“ á Gasa

Karl nefndi hugmyndir Trumps um að Bandaríkjamenn tækju yfir Gasa og breyttu því í nýtt svæði með mörgum störfum og ferðamannaiðnaði í stíl við Las Vegas í Bandaríkjunum. Eru þær til marks að hvorki hann né Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, trúi lengur á þá tveggja ríkja lausn sem hingað til hefur verið reynd og mistekist. Það gæti einnig verið leið Trumps að setja þrýsting á nágrannaríkin að taka palistínska flóttamenn til sín en enginn virðist vilja taka við fólki frá Gasa.

Hlusta má á þáttinn hér að neðan:

Fara efst á síðu