LGBTQ aðgerðarsinnar fengu 100 ára fangelsisdóm hvor um sig fyrir að nota „syni sína“ sem kynlífsþræla

Samkynhneigðu pari í Georgíu, Bandaríkjunum, sem óspart var hrósað í fjölmiðlum fyrir herferðir gegn „hómofóbíu“ voru dæmdir hvor um sig í 100 ára fangelsi. Daily Mail greinir frá því, að mennirnir héldu tveimur ættleiddum sonum sínum sem kynlífsþrælum og buðu öðrum mönnum að níðast á þeim.

William Dale Zulock Jr. og Zachary Jacoby Zulock, bankamaður, í Georgíu fengu mikið lof í fjölmiðlum fyrir herferðir sínar gegn „hómofóbíu.“ Var þeim lýst sem duglegum baráttumönnum fyrir hagsmuni LGBTQ hreyfingarinnar. Þeir birtu oft myndir af sér á samfélagsmiðlum með drengina tvo sem þeim tókst að ættleiða.

Lögreglan sló til í lúxusvillu þeirra í júlí sl. Húsið var skreytt merkjum samkynhneigðra og á dyramottunni stóð: „Samkynhneigðasti staður í bænum. Samtímis þá nauðgaði tvíeykið drengjunum reglulega og meðal annars þá særðist annar litlu drengjanna illa eftir sérstaklega hrottalega nauðgun.

Glæpir barnaníðinganna uppgötvuðust eftir að lögreglu barst ábending frá þjóðarmiðstöð týndra og misnotaðra barna. Stofnunin rakti barnaklám til annars mannsins og lét lögregluna vita. Við húsleit á heimili þeirra fundust yfir sjö terrabite af myndefni sem þeir tóku þegar þeir og aðrir menn níddust á drengjunum allt frá þriggja og fimm ára aldri.

Randy McGinley, saksóknari, lýsti ástandinu sem „raunverulegri martröð“ og hrósaði hinum ungu fórnarlömbum fyrir hugrekki á meðan réttarhöldin stóðu yfir. Glæpirnir sem voru meðal annars nauðgun, sifjaspell og barnaklám, voru framdir á árunum 2019 til 2021.

LGBTQ aðgerðarsinnarnir buðu öðrum samkynhneigðum á Atlanta svæðinu að nauðga drengjunum í gegnum hommaappið Grindr. Meðal annars voru tveir aðrir menn, Hunter Lawless og Luis Vizcarro-Sanchez, dæmdir í fangelsi fyrir barnaníð á drengjunum. Drengirnir voru áður í umsjá foreldra með vímuefnavanda. Þrátt fyrir að annar maðurinn hafi áður verið sakaður um að hafa nauðgað öðru barni, tókst parinu að fá drengina ættleidda til sín.

Fara efst á síðu