Hvernig stendur á því, að valdhafar á Vesturlöndum nota nákvæmlega sömu orð um hlutina, til dæmis að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu hafi verið „að tilefnislausu?“ Það er vegna þess að þeir nota sama handritið. „Þeir hugsa ekki – þeir lesa.“ Það segir Jeffrey Sachs í Judge Napolitano (sjá myndskeið að neðan).
Vestrænir stjórnmálamenn nota sömu orðin, þegar þeir tala. Þeir hafa til dæmis stöðugt haldið því fram að innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022 hafi verið „að tilefnislausu,“ þótt hún hafi alls ekki veri það, heldur þvert á móti var mikil ögrun í gangi.
Samkvæmt hagfræðiprófessornum Jeffrey Sachs, þá nota valdhafar allir sama handritið. Hann segir í viðtalsþættinum Judging Freedom:
„Þeir nota allir nákvæmlega sömu orðin. Vegna þess að þeir eru allir að lesa – bókstaflega – úr handriti. Það er mikilvægt fyrir fólk að skilja að þeir lesa handrit. Ekki hefðu allir í heiminum notað orðið „tilefnislaus“ til að lýsa sérstakri hernaðaraðgerð Rússa. En það stóð í handritinu.“
„Þetta fólk hugsar ekki, en það les – það er allt og sumt. Þeir hugsa ekki, þeir rífast ekki, þeir lesa. Þeir lesa upp úr handriti.“
Sachs bendir á:
„Handritið er í rauninni hlægilegt, fáránlegt og stríði gegn staðreyndum. En þetta er handrit hvers og eins.“
Hlusta má á þáttinn hér að neðan: