Leiðtogar heims fara í „pílagrímsferð“ til Mar-A-Lago

Það er glatt um manninn á í Mar-A-Lago í Flórída, heimastöðvum Donald Trumps, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Segja má að stjórnmálaleiðtogar heims flykkist í pílagrímsferð þangað til að fagna kjöri Trumps og ná tali af honum. Nýlega kom Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu í heimsókn og var gestur forsetans í kvöldverðarboði á Mar-A-Lago.

Fyrir utan að Bandaríkin og Ítalía eru mikilvægir bandamenn og Trump og Meloni hafa svipaða nálgun á stefnu í fjölmörgum viðfangsefnum, þá er tímasetning heimsóknar Giorgia Meloni til Trumps svolítið sérstök. Heimsókn Meloni til Trumps er aðeins nokkrum dögum áður en hún á að taka á móti fráfarandi forseta Joe Biden sem ætlar að ferðast til Rómar og Vatíkansins 9. janúar í síðustu embættisferð sinni erlendis. Bloomberg greinir frá:

Trump gekk inn á kvikmyndasýningu á dvalarstað sínum með Meloni og benti mannfjöldanum á hana og sagði:

„Þetta er mjög spennandi, ég er hér með frábærri konu, forsætisráðherra Ítalíu. Hún hefur virkilega tekið Evrópu með stormi og alla aðra. Við erum á leiðinni í kvöldverðinn.“

Marco Rubio, væntanlegur utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var einnig með og hann kallaði Meloni „miklvægan bandamann og sterkan leiðtoga.“

Af erlendum leiðtogum sem hafa heimsótt Trump eftir kosningarnar eru meðal annars Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada, Javier Milei forseti Argentínu og Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands.

Fundurinn gæti verið tækifæri til að fjalla um mál Ceciliu Sala, ítalska blaðamannsins sem Íran handtók í síðasta mánuði.

Fundurinn var kærkominn og samstarf Trumps og Meloni hefur allt til að geta blómstrað. Hér að neðan er smá myndbútur með þeim þremur, Trump, Meloni og Rubio:

Fara efst á síðu