Leiðandi flugfélag fellur frá loftslagsmarkmiðum

Á þriðjudag tilkynnti flugfélagið Air New Zealand, að það segði sig frá „Science Based Targets Initiative” samningnum og sagði það óraunhæft markmið að draga úr losun koltvísýrings fyrir árið 2030. Þess í stað gaf flugfélagið út eigið skjal með sanngjarnari loftslagsmarkmiðum sem taka mið af þeim efnahagslega og tæknilega veruleika sem flugfélagið starfar í.

Félagið skrifar að ekki sé hægt að fá sparneytnari flugvélar í tæka tíð. Það er heldur ekki nægjanlegur aðgangur að öðru flugeldsneyti á viðráðanlegu verði svo hægt sé að reka flugfélagið með einhverri hagnaði.

Búist er við að fleiri flugfélög fylgi í kjölfarið

Það hefur legið í loftinu að flugfélögin fari að tilkynna, að þau geti ekki staðið við „loftslagsmarkmið“ grænu stjórnmálamannanna. Búist er við að tilkynning Air New Zealand um að félagið segi sig tafarlaust úr „Science Based Targets Initiative” muni hafa áhrif á önnur flugfélög sem fylgi í kjölfarið.

Greg Foran, forstjóri félagsins, sagði að félagið stefndi enn að því að minnka losun niður í umsamið magn en það sé ekki mögulegt á svo stuttum tíma, þegar hvorki séu til flugvélar né eldsneyti til að ná settum markmiðum. Foran sagði:

„Í ljósi þess að svo margar stangir sem þarf til að ná markmiðinu eru óviðráðanlegar, hefur sú ákvörðun verið tekin að draga 2030 markmiðið til baka.”

Segja ekki hvert uppfært losunarmarkmið er

Markmiðið sem nú er horfið frá var að draga úr losun koltvísýrings um 28,9% fyrir ár 2030 miðað við 2019. Nákvæm tala um hversu mikilli minnkun er stefnt að núna, hefur enn ekki verið birt. Áætlað er að flugið standi fyrir um það bil tvö prósent af orkutengdri losun koltvísýrings á heimsvísu. Markmiðið grænna stjórnmálamanna er að flugið verði komið niður í núll losun í síðasta lagi árið 2050.

Hvort það er tæknilega eða fjárhagslega mögulegt er ekki hægt að segja til um í dag. Therese Walsh, stjórnarformaður Air New Zealand, sagði að flugfélagið héldi sig við langtímamarkmiðið í bili og væri aðeins að yfirgefa skammtímamarkmiðið 2030 núna.

Fara efst á síðu