Látið gíslana lausa fyrir klukkan 12 á laugardaginn annars „opnast dyr helvítis“

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett Hamas-samtökin þau skilyrði að ef þeir skili ekki öllum ísraelskum gíslum í síðasta lagi fyrir klukkan 12 á laugardaginn kemur, þá munu „dyr helvítis opnast.“ Trump segir vopnahlé Ísraels og Hamas sjálfhætt ef Hamas uppfyllir ekki skilyrðin. Trump telur að miðað við ástand þeirra gísla sem hafa verið látnir lausir, sé óvíst hvort Hamas hafi nokkra lifandi gísla í haldi lengur.

Hamas segjast hafa gert hlé á afhendingu fleiri gísla en Donald Trump tekur það ekki til greina. Forseti Bandaríkjanna er æðsti yfirmaður heraflans og hann krefst lausnar þeirra 76 gísla sem eftir eru í haldi hryðjuverkasveitar Hamas fyrir hádegi á laugardag:

„Hvað mig varðar, ef öllum gíslunum verður ekki skilað fyrir laugardaginn klukkan 12:00, þá held ég að það sé rétti tíminn að hætta við vopnahléið, allir samningar verða lausir og dyr helvítis opnast.“

„Ef þeim verður ekki skilað öllum með tölu….. ekki einum, tveimur, þremur eða fjórum, á laugardaginn klukkan 12, þá myndi ég segja að dyr helvítis muni opnast.“

Í viðtalinu sem sjá má hér að neðan segir Trump Gaza vera óbúanlega holu og flestir íbúanna myndu vilja flytja annað ef þeir gætu. Hann er í samningaviðræðum við nágrannaríkin til að útvega mannsæmandi húsnæði þangað sem fólkið getur flutt og búið í friði. Það sem stuðningsmenn Hamas á Vesturlöndum minnast aldrei á, er að hryðjuverkasveitirnar nota konur og börn sem skildi og því eru íbúarnir í raun herteknir af hryðjuverkamönnunum.

Fara efst á síðu