Læknir í Svíþjóð braust inn í sjúkraskrár – á yfir höfði sér fangelsi

51 árs gamall læknir, kona, frá Búlgaríu sem starfar á sjúkrahúsi í Halland, Svíþjóð, er ákærð fyrir innbrot í gögn sjúklinga. Læknirinn las sjúklingaskrár fjölda sjúklinga án þess að hafa rétt til þess.

Alls er læknirinn sakaður um að hafa lesið 40 sjúkraskrár með ólögmætum hætti. Í yfirheyrslu viðurkennir læknirinn, að sér sé ljóst að það sé lögbrot að lesa sjúkraskrár sjúklinga sem viðkomandi læknir hafi ekki til umönnunar en „þetta geri allir læknar.“ Hún segir:

„Þú sérð þetta hjá hvaða lækni sem er. Þeir fara inn í sjúkraskrár sjúklinga sem þeir hafa ekkert samband við til að hjálpa samstarfsfólki með fullyrðingar, já, af mismunandi ástæðum.“

Caroline Nilsson saksóknari segir í viðtali við Hallandsposten:

„Það er mitt mat, að læknirinn eigi að bera ábyrgð á þessum glæpum og að refsingin sé á fangelsisstigi. Núna verður það í höndum héraðsdóms að skera úr um hvort sönnunargögnin séu fullnægjandi.“

Braust inn til að sjá hvort eitthvað slæmt hafði verið skrifað um hana

Jafnframt viðurkennir hinn 51 árs gamli læknir að hafa brotist í sjúkraskrár án gildra ástæðna og útskýrir það með að henni hafi liðið illa. Hún fullyrðir í yfirheyrslu:

„Sambandið við yfirmanninn var slæmt. Ég skoðaði sjúkraskrárnar til að sjá hvort vinnufélagar mínir og stjórnendur skrifuðu illa um mig. Tilgangurinn með því að skoða sjúkraskrárnar var ekki að athuga sjúklingana, heldur hvort eitthvað slæmt hefði verið skrifað um mig. Það var bara það.“

Einnig kemur fram í gögnum við yfirheyrslur, að lækninum hafi fundist hann verða fyrir samsæri samstarfsmanna sinna:

„Yfirmaður minn safnaði upplýsingum um mig til að láta mig líta illa út. Yfirmaðurinn vildi losna við mig á heilsugæslustöðinni. Allir á heilsugæslustöðinni söfnuðu atriðum gegn mér. Ég veit ekki af hverju þetta er svona.“

Svipuð tilvik

Hinn 51 ára gamli læknir er ákærður fyrir brot á persónuverndarlögum um sjúkraskrár og hefur viðurkennt brotið að hluta. Þetta er ekki fyrsta málið af þessu tagi í Halland, Svíþjóð.

Árið 2020 fékk aðstoðarhjúkrunarfræðingur skilorðsbundinn dóm og 40 daga sekt eftir að hún las ólöglega hundruð sjúklingaskrár. Sjúklingarnir sem urðu fyrir barðinu fengu aldrei bætur á þeim tíma, en nokkrir þeirra lögðu síðar fram einstaklingskæru á hendur aðstoðarhjúkrunarfræðingnum þar sem þeim hverjum og einum voru dæmdar allt að 20.000 sænskar krónur í skaðabætur.

Í nóvember 2021 var ljósmóðir á sjúkrahúsinu í Halmstad dæmd í 70 dagsektir fyrir ólöglega færslu í sjúkraskrárkerfinu. Ljósmóðirin var frá vinnu á fullum launum vegna alvarlegs atviks sem hún lenti í. Hún mætti samt á sjúkrahúsið og fór ólöglega inn í sjúkraskrárkerfið vegna atviksins.

Sjá nánar hér og hér

Fara efst á síðu