
Íris Erlingsdóttir skrifar um aukna meðvitund lækna um allan heim varðandi „kynstaðfestingarferli“ barna og ungmenna.
Í Brasilíu fagna kvennasamtök ákvörðun aðalstarfsfélags lækna í landinu sem einróma vill banna kynþroskablokka fyrir börn með kynama. Kvennasamtök á Íslandi ættu að taka sér slíka afstöðu til fyrirmyndar.
Læknar í Brasilíu stíga á bremsurnar
Læknar um allan heim hvetja í auknum mæli til aukinnar varúðar varðandi „kynstaðfestingarferli“ barna og ungmenna. Alríkissamtök lækna í Brasilíu hafa nú gengið í lið með þeim sem vilja takmarka þessar svokölluðu læknismeðferðir.
Alríkissamtök lækna í Brasilíu, sem einnig er aðalstarfsfélag lækna þar í landi, ályktuðu einróma á fundi félagsins 8. apríl sl. að sýna beri meiri varkárni í kynjameðferðum ungmenna. Að sögn stærsta dagblaðs Brasilíu, Folha de São Paulo, samþykkti félagið með öllum greiddum atkvæðum að banna kynþroskablokka fyrir börn með kynama, hækka lágmarksaldur fyrir krosskynhormóna í 18 ár og að banna svokallaðar kynbreytandi skurðaðgerðir sem valda ófrjósemi fyrir 21 árs aldur.
Til stuðnings ályktun sinni benti læknafélagið á erlenda þróun í átt að svipaðri varfærnisafstöðu varðandi svokallað kynstaðfestingarferli barna og vitnaði í takmarkanir Bretlands í kjölfar Cass-skýrslunnar.
Hækka lágmarksaldur úr 18 í 21 árs aldur
Læknafélagið hækkaði lágmarksaldur fyrir kynbreytandi skurðaðgerðir sem hafa áhrif á æxlunarfærni úr 18 í 21 ár, með vísan til laga sem krefjast lágmarksaldurs 21 árs fyrir eggjaleiðara- og sáðrásarsterílun. Samkvæmt nýju ályktuninni verða læknisþjónustur sem framkvæma kynbreytandi skurðaðgerðir sem geta valdið ófrjósemi að skrá sjúklinga og senda upplýsingarnar til svæðisbundinna læknafélaga.
Ályktunin kveður einnig á um aðgang að læknasérfræðingum út frá kyni, þar sem fram kemur að:
„Trans fólk sem heldur líffærum upprunalegs líffræðilegs kyns síns skal halda áfram með fyrirbyggjandi og læknandi umönnun hjá sérfræðingum á viðkomandi sviði… Þetta þýðir að transkarlar með kvenkyns æxlunarlíffæri ættu að halda áfram að leita til kvensjúkdómalækna, á meðan transkonur með karlkyns líffæri ættu að leita til þvagfæralækna.“
Læknafélagið hefur vald til að svipta lækna starfsleyfi sem starfa gegn nýju varfærnisstefnunni.
Konur fagna banninu
Brasilísku kvennasamtökin MATRIA í Brasilíu fögnuðu ályktuninni:
„Við þurfum að halda áfram þrýstingnum… [þetta] kemur á mikilvægum tíma, þar sem mikill þrýstingur er á heilbrigðisráðuneytið að auka ‚trans umönnun‘ í opinbera kerfinu okkar og lækka aldur fyrir hormóna og skurðaðgerðir.“
Sjá meira hér: Folha de São Paulo