Kynfræðslubókin „Kyn, kynlíf og allt hitt“ á ekkert erindi til barna

Viðar Sigurðsson sem rappaði lagið Sannleikur „Truth ásamt syni sínum er trúr sannfæringu sinni um að kynin séu tvö: karlmaður og kona. Hann hefur sent frá sér yfirlýsingu til menntamálaráðuneytisins, þar sem hann gagnrýnir að verið sé að troða „námsefni upp á 7-10 ára gömul börn með teiknuðum klámmyndum sem er bannað samkvæmt 210. gr. hegningarlaganna en þar segir:

„ Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.

Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. [Þegar slíkt efni sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt getur refsing þó orðið fangelsi allt að 2 árum.] 2)

Það varðar enn fremur sömu refsingu, að láta af hendi við unglinga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aðra slíka hluti.

Leturbreyting Þjóðólfs. Hérna segja hegningarlögin skýrt að bannað sé að láta af hendi við unglinga yngri en 18 ára klámmyndir eða aðra slíka hluti. Varla datt þeim það í hug sem skrifuðu lögin að ríkið gerði síðan slíka hluti að kennsluefni fyrir ókynþroska börn niður í leikskólaaldur!

Yfirlýsing Viðars Sigurðssonar til menntamálaráðuneytis

Viðar byrjar á því að benda á að hann sé foreldri og finnst vegið að öryggi barnanna. Einlægur ásetningur hans sé að vernda börnin:

„Ég er foreldri og finnst vegið að öryggi barna og blygðunarkennd þeirra með kynfræðslubókinni „Kyn, kynlíf og allt hitt“ og meðfylgjandi kynningarefni sem menntamálaráðuneytið hefur nú samþykkt til kennslu fyrir 7-10 ára börn. Samhliða námsefninu hafa umdeild veggspjöld verið hengd upp í skólum.

„Af umhyggju fyrir börnum og með fullri virðingu fyrir öllum persónum með ólíkar kynhneigðir og skoðanir óska ég eftir opinni, heiðarlegri og gagnvirkri umræðu um námsefnið og mögulegum neikvæðum áhrifum þess á blygðunarkennd og velferð barna í okkar samfélagi.

Viðar ræðir síðan um einstök atriði í námsefninu sem á ekkert erindi til barna og hann krefst þess að námsefnið verði endurskoðað. Þjóðólfur tekur heilshugar undir þessa sjálfsögðu lágmarkskröfu og þá sérstaklega eftir ábendingu Viðars sem skrifar um hegningarlögin:

„Ég tel einnig samhliða þessu að rétt sé að ganga úr skugga um, hvort námsefnið brjóti í bága við hegningarlög 210. gr, a þar sem tekið er fram að brotlegt sé að birta teiknaðar myndir sem eru kynferðislegs eðlis af barni.

Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Viðars Sigurðssonar í heild sinni:

Fara efst á síðu