Í gær kviknaði skyndilega í rafstrætisvagni í umferðinni á Gautaborgarsvæðinu. Að sögn neyðarþjónustunnar gat reykurinn verið eitraður og voru lögreglumenn með gasgrímur sendir á svæðið. SOS barst tilkynning klukkan 13 um brunann í strætó á leið 1 á Hälsö í norðurhluta Gautaborgar.
Eldur gaus upp úr vagninum og þegar að slökkviliðið kom á vettvang var mikill reykur. Slökkviliðinu tókst ekki að slökkva eldinn á eigin spýtur sem gaus upp aftur tveimur tímum síðar.
Slökkviliðið hafði þá samband við strætisvagnafyrirtækið sem varð að senda „sérfræðing“ til að aðstoða við að slökkva eldinn. Slökkviliðið lét þá eldinn í strætisvagninum brenna út.
Enn er óljóst hvers vegna eldurinn kom svona skyndilega upp. Talið er að „soðið“ hafi á rafgeyminum. Myndast hitastreymi sem myndað getur rafskammhlaup sem skapar stjórnlausan hita. Það getur valdið eldi eða sprengingu.
Lögreglumenn með gasgrímur
Joakim Hallin hjá slökkviliðinu sagði við Göteborgs Posten að reykurinn geti verið eitraður og „alls ekki“ heilsusamlegur. Vitni á Hälsö lýstu lögreglumönnum með gasgrímur á svæðinu sem sögðu íbúum að halda sér innanhúss.