(Mynd: Caroline Thelning stofnandi Kvinnokraft 4.0. Arabíski textin: Sjaría.)
Hún hefur starfað við auglýsingagerð og er samskiptafræðingur, en í dag er Caroline Thelning ein af áberandi röddum kvenna í baráttunni gegn íslam og Sharia-lögum í Svíþjóð. Með netsamtökunum Kvinnokraft 4.0 vill hún fræða almenning, vekja almenningsálitð og endurvekja veraldlegt jafnrétti sem hún telur að verið sé að grafa undan. Í viðtali við Samnytt talar hún um vakningu sína, um Lawfare – og um óttann sem hún neitar að fái að taka yfirhöndina.
Thelning stofnað Kvennakraft 4.0 til að gera sýnilegra, hvernig sjaríalög takmarka frelsi kvenna og mannréttindi. Hún vill líka upplýsa um muninn á milli trúarlegs og póltísks íslam. Samtökin eru óháð stjórnmálaflokkum og byggja á tjáningarfrelsi og jafnrétti.
Á heimasíðu samtakanna má m.a. lesa eftirfarndi:
„Íslam er frábrugðið öðrum trúarbrögðum að því leyti að það er ekki aðeins trúarbrögð – heldur einnig réttarfarslegt kerfi og samfélagsskipun. Íslamska kerfið hvílir á þremur meginstoðum: lögum, hugmyndafræði og trúarbrögðum. Ólíkt kristni þá eru þessir hlutar samtengdir og hafa áhrif á hvernig trúin er iðkuð, hvernig viðmið eru mynduð – og hvers konar samfélag verður til í kringum það heildstæða kerfi sem íslam myndar.
Í Svíþjóð gildir sú meginregla að trúarbrögð séu einkaviðhorf sem má iðka svo lengi sem þau stangast ekki á við lög. En þegar trúarfulltrúar – í skólum, samtökum eða moskum – krefjast sérstakra laga, kynjaaðgreiningar og undantekninga frá sænskum viðmiðum, þá er það ekki lengur bara trúarspurning, heldur krafa um hliðarsamfélag.
Íslam gæti viðgengist í Svíþjóð ef trúaiðkendur sættu sig við að trúarbrögðin starfi innan sama ramma og önnur trúarfélög: jöfn réttindi, sömu skyldur, samkvæmt sænskum lögum og alþjóðasamningum – sameiginlegt samfélag.
Svo lengi sem það gerist ekki verður Svíþjóð að draga skýra línu. 57 löndum er þegar stjórnað að öllu leyti eða að hluta til með sjaría. Það er ekki fjarlægur veruleiki – heldur áminning um hvað getur gerst hér líka, ef við erum ekki á varðbergi.“