Íris Erlingsdóttir og Gústaf Skúlason ræða um árangur kvennabaráttunnar sem étin er upp af transmanískri vinstri beygju nútímans. Það sem byrjaði sem sjálfsprottin eðlileg hreyfing kvenna fyrir jafnrétti endar í ritskoðun haturs sem bitnar á konum nútímans.
Sá sem veit ekki hvað kona er getur ekki barist fyrir kvenréttindum.
Með yfirgnæfandi kvennaveldi í störfum ríkis og sveitar og sem kennarar í skólum landsins segir útkoma PISA mælinga að 47% drengja og 32% stúlkna séu undir hæfnisþrepi 2 í PISA og teljast því ekki búa yfir grunnhæfni í lesskilningi sem er tvöföldun hjá drengjum síðan 2009!
Ísland býr við eitt mesta brottfall drengja úr framhaldsskóla á Vesturlöndum, 40% meira en hjá stúlkum. Kvennabaráttan hefur snúist upp í andhverfu sínan, þegar verið er að elta konur og kæra fyrir hatursorðræðu fyrir að segja að kynin séu tvö – sem þau svo sannarlega eru.