Sannarlega hefur krossleysi kirkjugarða Reykjavíkur hneykskað og undrað fólk. Merkasti trúboði sögunnar er Páll postuli; Sál frá Taurus sem sjálfur ofsótti kristið fólk og var á vettvangi þegar fyrsti kristni fylgismaður Jesú var grýttur til bana. Það var hinn ungi Stefán. Frá krossfestingu Jesú hafa kristnir jafnan verið ofsóttir. “Hvers vegna ofsækir þú mig,” spurði Jesús Kristur þegar hann birtist Sál frá Taurus á veginum til Damaskus þangað sem hann var á leið til þess að ofsækja kristna. Opinberun Páls er einn stærsti atburður sögunnar.
Biskup og guðlausir
Sál frá Taurus snérist til fylgis við Jesú Krist og varð Páll postuli fyrstur til þess að skilja Jesú Krist í hörgul: „Baráttan er ekki við menn af holdi og blóði, heldur tignirnar og völdin, andaverur vonskunnar í himingeimnum,“ skrifaði Páll og hvatti fólk til dáða: „Klæðist alvæpni Guðs til þess að standast vélabrögð djöfulsins.“ Ég benti á undarlegan fögnuð Guðrúnar Körlu biskups yfir krossleysi kirkjugarða Reykjavíkur. Ég hef bent á að guðlausir séu að ræna Íslandi af kristnu fólki. Þjóðkirkjan er á fremsta bekk í ráninu. Ég hef bent á að Guðrún Karls fylgi pukrunarlaust stefnu guðlausra í Siðmennt. Hið svokallaða sjálf-ræðis-frelsi Siðmenntar er einn af hornsteinum guðlausra í landinu og tæki til limlestunar barna. Furðutrú þeirra í nafni vísinda gengur út á að manneskjan komi úr myrkrinu þar sem ekkert er en ekki líf í ljósi. Transhúmanismi er helstefna sem setur mann ofar Guði. Biskup kennir sig pukrunarlaust við þessa helstefnu. Enginn hefur þó gengið lengra en fyrrverandi forseti sem setti vindhana á Bessastaðakirkju og veifaði göfflum Satans.
Meðal þeirra sem sakna krossins er Ólafur F. Magnússon fyrrv. borgarstjóri sem hefur birt saknaðarljóð til Fjallkonunnar:
Ég sakna þess að öll við elskum landið
og getum kallað okkur þjóð.
Við verðum nú að styrkja bræðra bandið
og brúa leið á feðra slóð.
Krossinn er heiðingjum heimska
Sr. Gunnar Jóhannesson bendir á að krossinn sé og hafi alltaf verið heiðingjum heimska og hneykslun. Hann bendir á afhelgun þjóðfélagsins. „Krossinn felur margt í sér, umfram allt djúp sannindi um lífið og tilveruna, og úrslita atburð í sögu mannsins sem öllu varðar, sem og mikla sögu og samhengi fólks og samfélaga í gegnum árþúsundin,“ skrifar sr. Gunnar á Facebókinni. Reynir Traustason hefur í Mannlífi bent á að eitt elsta guðshús landsins, kirkjan á Stað í Reykhólahreppi, standi kollótt á hlaðinu fyrir vestan. Stjórnendur Þjóðkirkjunnar hafi ekki áhyggjur af ástandinu. Kirkjan beri fleiri merki vanrækslu en krossleysi. Reynir Traustason birti þessa mynd sína af kirkjunni í Mannlífi.