Kristersson: Svíþjóð er ekki í styrjöld en „það ríkir enginn friður“

Í dag var árlegur fundur sænskra heryfirvalda í Sälen í Svíþjóð. Mikilmenni Svíþjóðar, stjórnmálaleiðtogar og herforingjar héldu ræður og ræddu öryggismál Svíþjóðar. Forsætisráðherra Svíþjóðar, Ulf Kristersson, sagði að „Svíþjóð væri ekki í styrjöld en það ríkti enginn friður. Nató sendir skip til Eystrasalts til að skerpa eftirlit með skipaumferð og Svíþjóð leggur til þrjú herskip og eftirlitsflugvél í fyrsta skipti sem landið tekur beinan þátt sem meðlimur í aðgerðum hernaðarbandalagsins.

Kristersson sagði að Svíþjóð og nágrannar Svíþjóðar væru undir hybríð-árásum „framkvæmdar með tölvum, peningum, falsupplýsingum og hótunum um skemmdarverk.“ Lýsti hann Rússum sem ógnvekjandi óvini sem eyðileggur fjarskiptastrengi á botni Eystrasalts sem og kosningar í löndum eins og Georgíu og Rúmeníu. Ásakaði hann Rússa fyrir að reyna að endurskrifa landakort Evrópu með aðgerðum sínum þótt þeir beittu ekki hermönnum eða sprengjum enn sem komið er.

Magdalena Andersson foringi sósíaldemókrata tók í sama streng og Kristersson og ríkir samstaða þvert á flokkana um varnir Svíþjóðar í komandi stórstyrjöld við Rússa sem bæði sænska ríkisstjórnin og herinn hafa verið dugleg að auglýsa.

ASC 890 eftirlitsflugvél sænska flughersins.

Kristersson upplýsti einnig um nánara samstarf landhelgisgæslunnar og sænska hersins sem núna taka beinan þátt í auknu eftirliti á Eystrasalti vegna spennu sem ríkir eftir grun um skemmdarverk á sæstrengjum á sjávarbotni á milli Finnlands og Eistlands. Kristersson sagði:

„Þetta er í fyrsta sinn sem Svíþjóð sem meðlimur í Nató kemur með í vopnaða aðgerð til að efla fælingarmátt hernaðarbandalagsins og til varnar eigin nærsvæðum okkar.

Fara efst á síðu