Kortið sýnir hvar barnaníðingar og aðrir glæpamenn búa

Á sunnudaginn kynnti vefsíða sænska Bulletin gagnvirkt glæpakort sem sýnir dæmda barnaníðinga, glæpaþróun og hlutfall innflytjenda frá þriðja heiminum í sænskum íbúðahverfum. Lýsir netmiðillinn verkefninu sem einu af stærstu verkefnum sem ráðist hefur verið í.

Kortið er byggt á yfirferð þúsunda dómsskjala frá 2010 og fram til dagsins í dag og sýnir ekki aðeins einstök mál heldur einnig tölfræði gegnum tímann.

Kortið inniheldur upplýsingar um hlutfall innflytjenda frá svæðum fyrir utan Evrópu og framtíðar svæðisbundnar þróunarhorfur.

Mismunandi tákn sýna glæpi og atvik síðustu viku sem lögreglan hefur tilkynnt á heimasíðu sinni. Rauðu hringirnir merkja heimili fólks sem hefur verið dæmt fyrir barnaníð, kynferðisbrot gegn börnum.

Fyrir hvert svæði er birt glæpastig sem bera má saman við meðaltal svipaðra glæpa í Svíþjóð. Talan 120 þýðir að svæðið hefur 20% fleiri glæpi en sænska meðaltalið. Árlegt glæpastig hefur verið reiknað sem hlutfall af tilkynntum glæpum miðað við saknæmu gildi glæpanna. Pelle Zackrisson, ritstjóri Bulletin, skrifar í grein þar sem hann kynnir frumkvæðið:

„Í Bandaríkjunum eiga foreldrar lagalegan rétt á að vita hvort dæmdir barnaníðingar séu að flytja inn á svæði þeirra. En í Svíþjóð? Þar er réttur glæpamanns til friðhelgi einkalífs forgangsraðað framar öryggi barna.“

Hann heldur áfram:

„Í áratugi hafa sænsk dagblöð verið mjög áköf að birta lista yfir hátekjufólk í stíl með „Þeir sem þéna mest þar sem þú býrð“ og þess háttar. En enginn hefur stigið það skref að veita foreldrum upplýsingar um dæmda barnaníðinga á staðnum. Við erum að breyta því núna með birtingu glæpakorts Bulletin.“

Upplýsingarnar eru einnig aðgengilegar með appi sem tilkynnir um glæpi á völdum svæðum í rauntíma.

Fara efst á síðu