Konur í Úkraínu gerast vörubílstjórar og rafvirkjar þegar karlarnir hverfa

Sænski iðnaðarrisinn Scania þjálfar úkraínskar konur til að keyra vörubíla í stríðinu gegn Rússlandi.

Vörubílaakstur var atvinnugrein karlmanna áður fyrr í Úkraínu. Skortur á karlmönnum í kjölfar stríðsins leiðir til þess, að núna eru konur þjálfaðar sem vörubílstjórar. Ein konan segir í viðtali við Radio Free Europe:

„Fólk heldur að þetta sé erfitt starf vegna þess að það eru bara karlmenn sem gera það. En ég hef keyrt í smá tíma núna og það er ekkert erfitt við þetta.”

Konum fer einnig fjölgandi í störfum rafvirkja. Julia Vovtjenko, sem nýlega varð rafvirki segir:

„Með öllum þessum mönnum sem fóru í stríð, þá losnuðu störf og ég fékk starfið.”

Fara efst á síðu