Kommúnisminn gerði Kínverja fátæka – núna er röðin komin að okkur

Antonio Graceffo er bandarískur hagfræðingur, sérfræðingur í málefnum Kína, bardagalistamaður og rithöfundur sem hefur búið í nokkrum Asíulöndum. Hann skrifar reglulega pistla í The Gateway Pundit. Hér er einn þeirra í lauslegri þýðingu. Hann ber saman afkomu almennings í sósíalískum löndum við kapítalísk lönd eins og Bandaríkin.

Efnahagsstefna Kamala er sósíalískri en stefna Bidens og vinstrimenn fagna henni og trúa því, að þeir muni fá það betra ef hún verður forseti. Hins vegar hefur yfir 100 ára saga sýnt okkur, að sósíalisminn gerir alla að öreigum. Lífsafkoman verður almennt verri.

Sósíalisminn er vinstra megin við kapítalismann og að færa sig enn lengra til vinstri með hertu stjórnvaldseftirliti leiðir til kommúnismans. Þessi vegferð er næstum alltaf tryggð með því, að sérhvert samfélagslegt eða efnahagslegt vandamál leiðir venjulega til fleiri laga yfirvalda og aukinnar miðstýringar. Í þessari grein mun ég nota orðin sósíalismi og kommúnismi til skiptis hafandi í huga, að sósíalisminn opnar dyrnar að flóðinu í átt að fullum kommúnisma.

Almenningur háður ríkinu með afkomu sína í sósíalisma/kommúnisma

Sósíalismi/kommúnismi er kerfi þar sem allir eru háðir ríkinu með klæði, mat, húsnæði og menntun án eigin persónulegra valkosta. Skatturinn sem þú þarft að greiða er svo hár, að launin þín breytast í vasapeninga. Frjálslyndir sósíalistar miða að því að ýta Bandaríkjunum í átt að auknum sósíalisma, draga úr sjálfsbjargarviðleitni og sjálfstæði í þágu ríkisstjórnarákvæða. Einkavalkostir eins og skólatékkar sem demókratar eru á móti verða felldir niður. Þeir vilja einungis leyfa skóla hins opinbera með engum möguleika á betri einkakennslu og enga leið til að vernda börnin þín gegn skaðlegum skilaboðum.

Frjálslyndir sem kalla eftir sósíalisma hafa líklega aldrei búið í kommúnistalandi. Ef þeir hefðu gert það myndu þeir aldrei kjósa það kerfi. Sérhvert kommúnistaríki sem hefur verið til hefur verið eins flokks ríki, því enginn heilvita maður sem upplifir kommúnismann myndi verja hann. Eðlileg tilhneiging manneskjunnar er að betrumbæta lífsskilyrðin og njóta hagnaðar. Þess vegna verða kommúnistaríkin að vera alræðislögregluríki til að koma í veg fyrir, að borgarar taki þátt í kapítalískri hegðun neðanjarðar.

Öll kommúnistaríki eru fátæk

Frjálslyndir telja ranglega að sósíalismi/kommúnismi muni bæta efnahag þeirra. Það mistekst kommúnismanum hins vegar alltaf, öll kommúnistaríki eru fátæk. Öll kommúnistaríki fyrir utan fimm hafa skipt yfir í kapítalisma og aldrei horft til baka. Kommúnistaríkin fimm eru Kína, Laos, Norður-Kórea (DPRK), Kúba og Víetnam og að auki Venesúela sem er sósíalískt. Efnahagslega þá eru Norður-Kórea, Kúba, Laos og Venesúela algjörlega á botninum. Íbúarnir þjást og löndin eru háð erlendri matvælaaðstoð frá kapítalískum löndum. Þessar þjóðir eru því víti til varnaðar.

Í Venesúela, sem er sósíalískt frekar en algjörlega kommúnískt, þjáist næstum þriðjungur íbúanna af hungri, 82% búa við fátækt og 53% í mikilli fátækt. Á kommúnista Kúbu og Laos eru meðallaun um $2.000 á ári. Kína og Víetnam farnast aðeins betur vegna aðlögunar að markaðssósíalisma, blendings kommúnisma og kapítalisma. Þrátt fyrir þetta eru þau áfram tiltölulega fátæk, með meðalárstekjur um $4.600 í Víetnam og $13.140 í Kína. Til samanburðar eru meðallaun í Bandaríkjunum yfir $85.000 á ári.

Frjálslyndir benda oft á Kína sem fyrirmynd Bandaríkjanna eins og þeir vilja hafa þau. Kínverski kommúnistaflokkurinn, CCP, segist hafa lyft 800 milljónum manna úr fátækt en í rauninni þá fjötraði kommúnisminn fólk í fátækt. Árið 1976 voru meðaltekjur í Kína um $200 á ári. Þær jukust eingöngu vegna þess, að kommúnistaflokkurinn jók frjálsræði í hagkerfinu. Það var einkageirinn – ekki ríkisstjórnin sem gerði fólk ríkara. Ríkisstjórnin takmarkaði enn þróunina. Árið 2009 voru meðaltekjur í Kína um $3.500 sem jafngildir tekjum í Bandaríkjunum árið 1900 skv. uppreiknuðu verðlagi. Þrátt fyrir að vera með næsthæstu landsframleiðslu í heimi, þá eru meðaltekjur Kína einungis um það bil sjötti hluti af meðaltekjum Bandaríkjanna. Helmingur Kínverja er fátækur og um 47% lifa á minna en $10 á dag.

Kommúnistaflokkur Kína notar háþróaðasta og útbreiddasta eftirlitskerfi í heimi til að vaka yfir almenningi

Til að viðhalda valdi sínu notar kommúnistaflokkurinn háþróaðasta og útbreiddasta eftirlitskerfi heims og fylgist með hverjum borgara næstum á hverri sekúndu alla daga. Lokað er nánast fyrir alla erlenda fjölmiðla og samfélagsmiðla til að koma í veg fyrir að nýjar hugmyndir komi erlendis frá til að hefta miðlun sjónarmiða sem eru ólík frásögn stjórnvalda. Ef einhver birtir færslu sem er bönnuð á samfélagsmiðlum, þá verður reikningi hans lokað og lögreglan birtist líklega til að yfirheyra og/eða handtaka viðkomandi.

Kína er með kerfi félagslegs lánstrausts sem virkar eins og stafræn skilríki. Að birta óviðkomandi efni, eiga bannað efni eða skipuleggja óleyfilega pólitíska eða trúarlega atburði getur lækkað félagslegt lánstraust þitt. Of fá stig koma í veg fyrir að þú getir ferðast í háhraðalest, fáir bankalán eða vinnu og útilokar börnin þín frá bestu háskólunum.

Skriðan frá sósíalisma yfir í kommúnisma hefst með því að stjórnvöld taka yfir fyrirtækin. Kínversk stjórnvöld eiga heilar atvinnugreinar, þar á meðal verksmiðjur, námufyrirtæki, olíufyrirtæki, alla helstu bankana, hótel, hárgreiðslustofur, veitingastaði og smásölu. Þessi ríkisfyrirtæki skiluðu yfir 12 billjónum Bandaríkjadala í heildartekjur árið 2023 sem er stærsti hluti landsframleiðslunnar upp á 17,5 billjónir Bandaríkjadala. Ríkisrekin fyrirtæki njóta efnahagslegs ávinningis og reglugerða sem gerir einkafyrirtækjum ókleift að keppa við þau.

Háir skattar fjötra almenning í fátækt

Með því að halda einkageirann niðri, þá gerir ríkisvaldið almenning háðari stjórnvöldum. Án lífvænlegs einkageira verða borgararnir að treysta á stjórnvöld með mat, fatnað, húsaskjól og aðra kosti. Frjálslyndir hylla hvernig kommúnistastjórnin endurúthlutar tekjum frá ríkisfyrirtækjum til fólksins samtímis sem þeir horfa fram hjá því úthlutun fer ekki fram á grundvelli verðleika eða framleiðni. Þess í stað er úthlutun ákveðin af handahófskenndum forsendum stjórnvalda eins og félagslegs lánstrausts, hollustu við flokkinn eða gegnum spillingu og frændhygli.

Í sósíalískum löndum sem enn hafa ekki orðið að fullu kommúnísk verða íbúarnir á sama hátt háðir stjórnvöldum sem leggja á háa skatta. Í Þýskalandi er hæsta skatthlutfallið 47%; í Svíþjóð, 52%; í Finnlandi, 51%; og í Frakklandi 55%. Frjálslyndir benda á, að Evrópubúar fái ókeypis menntun, leikskóla, heilsugæslu og niðurgreidda flutninga og húsnæði. Hins vegar sjá þeir ekki, að þetta er nauðsynlegt vegna þess að háir skattar gerir almenning ófæran um að hafa efni á einka valkostum. Ríkisaðstoð þýðir að þú verður að taka á móti því sem þér er rétt. Já, samgöngur eru ódýrari í Evrópu en um er að ræða almenningssamgöngur. Flestir Bandaríkjamenn eiga bíla. Evrópubúar gætu fengið niðurgreiddar íbúðir en fleiri Bandaríkjamenn búa í húsum með garði. Hvað varðar læknishjálp, ef þér líkar ekki við sjúkratrygginguna þína, ímyndaðu þér þá hversu miklu verra hún væri í höndum stjórnvalda og læknar þénuðu $700 á ári eins og á Kúbu eða $42.000 á ári eins og í Svíþjóð.

Sósíalisminn/kommúnisminn færir ekkert frelsi með sér. Almenningur er fjötraður í fátækt, lífið batnar ekki og þetta ættu Bandaríkin algerlega að forðast.

Fara efst á síðu