Volodymyr Zelensky er „hetja“ að sögn Klaus Schwab, stofnanda World Economic Forum. World Economic Forum og Klaus Schwab hafa verið mikið í fréttum undanfarin ár. Kosningasigur Donald Trump í Bandaríkjunum varð þeim þungur böggull. Sumir segja að WEF tilheyri fortíðinni. Framtíðin er frelsisanda Bandaríkjamanna. Alþjóðasinnar reyna að finna griðastað í Brussel, þegar Washington leggst ekki lengur að fótum þeirra.
Þessa dagana dreifir Klaus Schwab myndbút á samfélagsmiðlum þar sem hann segir Volodymyr Zelensky vera hetju. Schwab sagði í ræðu hjá Atlantshafsráðinu og barði hnefanum í borðið:
„Mínar fyrstu minningar ná aftur til seinni heimsstyrjaldarinnar þar sem ég sat í sprengjuskýli með bangsann minn í fanginu og heyrði sprengjurnar falla. Þannig hófst Aldrei aftur stríð í Evrópu. Zelensky forseti, þú ert hetja. Og við verðum að tryggja að þessi grimmilegi yfirgangur takist aldrei.“
Zelensky hafði áður haldið ræðu á sama fundi og hylltu fundarmenn Zelensky með samfelldu lófaklappi.
Klaus Schwab says President Zelensky is a hero.
— “Sudden And Unexpected” (@toobaffled) March 2, 2025
“President Zelensky you are a hero.”
“We have to make sure that this brutal aggression never succeeds.” pic.twitter.com/Z7VK2TDXvY