Kínverskir sólarpanelar með faldan fjarskiptabúnað sem gerir Kína kleyft að loka fyrir rafmagnið

Vestræn yfirvöld rannsaka fleiri kínverska birgja sólarpanela fyrir endurnýjanlegra orku eftir að sérfræðingar hafa fundið faldan samskiptabúnað í mörgum sólarorkuverum og í grænum, loftslagsvænum rafhlöðum. Með þessum búnaði munu kínversk yfirvöld geta stöðvað rafmagnsframleiðslu í Bandaríkjunum og Evrópu, með „hörmulegum afleiðingum“ samkvæmt Reuters.

Fjarskiptabúnaðurinn er meðal annars falinn í straumbreytum sem tengja sólarpanela, vindmyllur, rafhlöður og hleðslustöðvar við raforkukerfið. Flest allt er framleitt í Kína og oftast aðgengilegt fyrir fjarskipti fyrir uppfærslu og þjónustu sem raforkufyrirtækin vernda venjulega með veggjum og lausnarorðum.

En sérfræðingarnir sem tóku búnaðinn í sundur hafa einnig fundið önnur samskiptatæki sem ekki er greint frá í gögnum vörunnar. Með þeim er hægt að sniðganga eldveggi og lausnarorð og skapa bein samskipti við raforkukerfið úr fjarlægð, sem getur haft mjög alvarlegar afleiðingar. Einn heimildarmaðurinn sagði:

„Í reynd má nota innbyggðu leiðina til að slökkva á rafmagnsnetinu.“

Tæknin hefur fundist bæði í straumbreytum sólarpanela og rafhlöðum frá mörgum mismunandi kínverskum framleiðendum. Hversu margir hafa verið athugaðir er óljóst. Bandaríska orkumálaráðuneytið hefur ekki staðfest þessar upplýsingar en segist stöðugt meta áhættu sem fylgir nýrri tækni. Talsmaður ráðuneytisins segir:

„Þó að eiginleikarnir séu ekki vísvitandi skaðlegir er mikilvægt að kaupendur skilji hvað vörurnar sem þeir fá innihalda í raun og veru.“

Unnið er að því að auka kröfur um gagnsæi með svokölluðum „hugbúnaðarlistum“ – sem er eins konar efnisyfirlit fyrir hugbúnað og samningsbundnar kröfur.

Hætta á fjarstýrðri lokun

Straumbreytar som notaðir eru við sólarorku geta haft fjarskiptabúnað sem Kína hefur stjórn á án þess að um það sé samið eða það hafi verið gefið upp. (Mynd Hans Pennink/AP/TT).

Hægt er að nota þessa óskráðu tækni til að slökkva á búnaði eða stjórna honum úr fjarlægð. Sérfræðingar vara við því að hægt sé að trufla eða slá út hluta af rafmagnsnetinu. Mike Rogers, fyrrverandi forstjóri NSA, segir:

„Við vitum að Kína sér hag í því að geta raskað mikilvægum innviðum okkar.“

Talsmaður kínverska sendiráðsins í Washington segir að Kína mótmæli því „að hugtakið þjóðaröryggi sé ofnotað til að sverta kínverska innviði.“ Samkvæmt þremur heimildum var straumbreytum lokað í nóvember 2024 í Bandaríkjunum og öðrum löndum frá Kína.

Þetta olli yfirvöldum miklum áhyggjum en umfang truflananna er enn óljós. Atvikið olli mótsetningum á milli framleiðendanna Sol-Ark og kínverska Deye. Sol-Ark segist ekki bera ábyrgð á vörum sem ekki er með vörumerki þeirra. Deye hefur ekki tjáð sig um málið.

Bandarísk yfirvöld íhuga að banna kínverska straumbreyta. Florida Power & Light reynir nú þegar að draga úr notkun sinni á kínverskum grænum vörum, samkvæmt tveimur heimildarmönnum sem þekkja til málsins.

Í febrúar lögðu tveir öldungadeildarþingmenn fram frumvarp um bann við kaupum á rafhlöðum frá sex kínverskum fyrirtækjum eftir 2027, þar á meðal CATL, BYD og Gotion. Markmiðið er að draga úr ósjálfstæði Bandaríkjanna gagnvart Kína varðandi mikilvæga innviði Bandaríkjanna. Þingmaðurinn August Pfluger segir við Reuters:

„Ógnin frá kínverska kommúnistaflokknum er raunveruleg og fer vaxandi. Hvort sem um er að ræða fjarskipti eða sólarorku, þá gerir kínverski kommúnistaflokkurinn allt sem hann getur til að fá aðgang að viðkvæmum innviðum okkar.“

Evrópa einnig í hættu

Í Evrópu eru straumbreytar kínverskra framleiðenda uppsettir í framleiðslu 200 GW af sólarorku sem jafngildir yfir 200 kjarnorkuverum. Samkvæmt SolarEdge í Ísrael gæti fjarstýring á nægilega mörgum straumbreytum fyrir heimili haft hörmulegar afleiðingar fyrir raforkukerfið.

Mörg lönd í Evrópu grípa til aðgerða. Litháen hefur bannað fjarskiptaaðgang Kínverja að raforkuframleiðslu yfir 100 kW. Eistland íhugar svipaðar aðgerðir. Í Bretlandi endurskoða stjórnvöld kínverska orkutækni, þar á meðal straumbreyta.

Huawei, stærsti straumbreytabirgir heims með 29% markaðshlutdeild árið 2022, hefur yfirgefið Bandaríkin en er enn ráðandi í öðrum löndum. Fyrirtækinu var áður bannað að nota bandaríska 5G-netið og er skylt að vinna með kínversku leyniþjónustunni samkvæmt lögum. Huawei hefur neitað að tjá sig um málið. Philipp Schroeder, forstjóri þýska sólarorkuframleiðandans 1Komma5, segir:

„Fyrir tíu árum hefði það ekki verið eins hættulegt að slökkva á kínverskum straumbreytum. En núna er búið að ná krítískum massa.“

Nató varar við því að tök Kína á innviðum aðildarríkjanna sé að aukast. Embættismaður hjá Nató sagði við Reuters.

Við þurfum að finna veikleikana sem við erum háðir og draga úr þeim.“

Sjá nánar hér og hér

Fara efst á síðu