Með risastórum aðgerðapakka að verðmæti 450 milljarða sænskra króna (= 5.800 milljarðar íslenskar krónur), þá mun einræðisstjórn kínverska kommúnistaflokksins nú reyna að auka neyslu í landinu eftir heimsfaraldurinn. Í pakkanum eru meðal annars tvöfaldaðir styrkir til kaupa á bensínbílum.
Með sérstökum langtíma ríkisskuldabréfum er reynt að fá almenning til að fjárfesta til að koma atvinnulífinu í gang á ný. Einnig verða veittir styrkir til að endurbæta heimilið og kaupa á hvítvörum og tækni. Fær sérhver einstaklingur fær samsvarandi 40 þúsund íslenskum krónum fyrir kaup í hverjum flokki.
Zong Liang hjá Bank of China segir, að slíkar sértækar ráðstafanir sem miða að aukinni neyslu hafi aldrei áður verið settar fram. Meðal annars verða styrkir til kaupa á bensín- og dísilbílum tvöfaldaðir upp í
Ein af aðgerðunum er tvöföldun niðurgreiðsla til kaupa á bensín- og dísilbílum og verður styrkurinn allt að 300 þúsund íslenskar krónur á hvern bíl.
Mikilvægt er fyrir almenning að bregðast tiltölulega hratt við – í lok árs verða allir ónotaðir fjármunir teknir teknir til baka.
Seðlabanki Kína hefur síðustu vikuna óvænt lækkað vexti og lánavexti til meðal langs tíma.