Maður hefur verið handtekinn eftir að bíll ók á hóp fólks á meðan á hátíðahöldum í ensku úrvalsdeildinni stóð í Liverpool, að því er BBC News greinir frá. Atvikið átti sér stað um klukkan sex síðdegis í dag á Water Street í miðbænum, þar sem þúsundir stuðningsmanna höfðu safnast saman til að fagna sigri heimafélagsins.
Lögreglan tilkynnir að bíllinn hafi verið stöðvaður á vettvangi og að ökumaðurinn – karlmaður – hafi verið handtekinn. Það er enn óljóst nákvæmlega hversu margir særðust eða eru í lífshættu eða hafa látið lífið, en samkvæmt msn eru amk. 17 særðir. Björgunarsveitir, sjúkrabílar og lögregla eru fjölmenn á vettvangi og sjúkrabílaþyrla er einnig lent á svæðinu.
Stór hluti miðborgar Liverpool hefur verið girtir af með málmgirðingum og myndir sýna hvernig sjúkrabílar og sjúkraflutningamenn flytja særða á brott. Lögreglan hefur ekkert sagt enn um ástæður árásarinnar.
Viðkvæmir eru varaðir við að horfa á myndbandið:
ADMIN POST.
— Tommy Robinson 🇬🇧 (@TRobinsonNewEra) May 26, 2025
A new angle of the suspected terror attack on crowds celebrating in Liverpool, shows the car making impacts with pedestrians.
It's looking very intentional from this view.
Prayers out to the victims. pic.twitter.com/OPyun51ApY