Keyrði á fagnandi mannfjölda í Liverpool – að minnsta kosti 17 særðir

Maður hefur verið handtekinn eftir að bíll ók á hóp fólks á meðan á hátíðahöldum í ensku úrvalsdeildinni stóð í Liverpool, að því er BBC News greinir frá. Atvikið átti sér stað um klukkan sex síðdegis í dag á Water Street í miðbænum, þar sem þúsundir stuðningsmanna höfðu safnast saman til að fagna sigri heimafélagsins.

Lögreglan tilkynnir að bíllinn hafi verið stöðvaður á vettvangi og að ökumaðurinn – karlmaður – hafi verið handtekinn. Það er enn óljóst nákvæmlega hversu margir særðust eða eru í lífshættu eða hafa látið lífið, en samkvæmt msn eru amk. 17 særðir. Björgunarsveitir, sjúkrabílar og lögregla eru fjölmenn á vettvangi og sjúkrabílaþyrla er einnig lent á svæðinu.

Stór hluti miðborgar Liverpool hefur verið girtir af með málmgirðingum og myndir sýna hvernig sjúkrabílar og sjúkraflutningamenn flytja særða á brott. Lögreglan hefur ekkert sagt enn um ástæður árásarinnar.

Viðkvæmir eru varaðir við að horfa á myndbandið:

Fara efst á síðu