Kerry blöskrar hvað fólk er vitlaust sem tekur ekki lengur mark á „loftslagskreppunni“

John Kerry skilur ekki hvers vegna fólk tekur ekki „loftslagskreppuna alvarlega lengur. Þetta er jú „tilvistarleg“ spurning, fullyrðir hann í viðtali við Bloomberg.

John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sérstakur lofthani Biden stjórnarinnar og vestrænn fulltrúi græna kommúnismans, ræddi komandi forsetatíð Donalds Trump – og hina margumtalaða „loftslagskreppu. Kerry sagði:

„Ef Trump yfirgefur Parísarsamkomulagið mun hann draga úr getu heimsins til að bregðast við þessari tilvistarkreppu.“

Að sögn Kerry taka menn loftslagsmálin „ekki nógu alvarlega.

„Ég er að reyna að skilja hvernig fólk er … sem vill ekki taka þessari tilvistaráskorun fyrir það sem hún er.“

Kerry heldur því fram að það sem „vísindin“ sýni um framtíð plánetunnar sé „ógnvekjandi.“ Hann er eins og gömul grammófónplata föst í sama sporinu sem spilar sömu lygina aftur og aftur fyrir fólk:

„Það er ekki pólitík sem býr til þessar upplýsingar. Það er ekki hugmyndafræði. Þetta er ekki uppáhaldsverkefni Biden forseta eða John Kerry. Þetta er niðurstaðan af því sem vísindamenn segja okkur. Og stærðfræðin, eðlisfræðin staðfesta það sem er að gerast á þessari plánetu.

Jörðin er ekkert að farast og það hafa verið bæði koltvísýringsríkari og heitari tímabil en er núna. Ljóstillífun með koltvísýring er undirstaða lífs á jörðinni og lendir koltvísýringur undir hættumörkum er lífríki plánetunnar í hættu. Kerry telur pólitíska, rétttrúaða loftslagsnefnd SÞ vera „vísindi“ en alvöru vísindamenn eins og ástralski prófessorin Ian Plimer segir:

„Það hefur aldrei verið sannað að koltvísýringur hiti upp andrúmsloftið.“

Hér að neðan má heyra lygaáróður loftslagskeisarans:

Fara efst á síðu